Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Sema Erla Serdaroglu skrifar 31. maí 2024 14:45 Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun