Notuðu piparúða á mótmælendur Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:42 Um tíu mótmælendur eru illa haldin vegna piparúða. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira