Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Heiða Aðalsteinsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:01 Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun