Svörtum vísað frá borði þegar kvartað var undan líkamslykt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 08:04 Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph and Xavier Veal var vísað frá borði þegar starfsmaður kvartaði undan líkamslykt frá ótilgreindum farþega. CBS Þrír svartir karlmenn hafa höfðað mál á hendur American Airlines en þeir voru látnir ganga frá borði eftir að kvartað var undan líkamslykt í einni af vélum félagsins. Mennirnir segja um að ræða mismunun á grundvelli kynþáttar. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Phoenix í Bandaríkjunum en þá gaf áhafnarmeðlimur sig á tal við mennina og bað þá vinsamlegast að ganga frá borði. Þess ber að geta að mennirnir þekktust ekki og voru ekki að ferðast saman. Mennirnir áttuðu sig fljótlega á því að verið að var að vísa öllum svörtum karlmönnum úr vélinni en þeir voru átta talsins. Þegar úr vélinni var komið var þeim sagt að karlkyns flugþjónn hefði kvartað undan líkamslykt. „Það er ekkert sem skýrir þetta annað en hörundslitur okkar,“ segir í yfirlýsingu karlanna þriggja; Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph og Xavier Veal. Þeim hafi augljóslega verið mismunað á grundvelli kynþáttar. Tilraun var gerð af hálfu starfsmanna American Airlines til að finna annað flug fyrir mennina en þegar það hafðist ekki var þeim leyft að ganga aftur um borð. Í millitíðinni hafði flugmaðurinn tilkynnt það í gegnum hljóðkerfi vélarinnar að það væru tafir á brottför vegna „líkamslyktar“. Mennirnir segjast hafa upplifað djúpstæða skömm, niðurlægingu og reiði, bæði þegar þeir gengu aftur um borð og tóku sér sæti meðal hvítra farþeganna sem störðu á þá og þegar þeir neyddust til að eiga í samskiptum við flugþjónin sem hafði kvartað. Joseph segir ótrúlegt að atvik á borð við þetta séu enn að eiga sér stað árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem American Airlines hefur verið sakað um kynþáttafordóma en mannréttindasamtökin NAACP gáfu út viðvörun árið 2017 þar sem svartir voru hvattir til þess að forðast að fljúga með félaginu. Umfjöllun BBC. Bandaríkin Fréttir af flugi Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Mennirnir segja um að ræða mismunun á grundvelli kynþáttar. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Phoenix í Bandaríkjunum en þá gaf áhafnarmeðlimur sig á tal við mennina og bað þá vinsamlegast að ganga frá borði. Þess ber að geta að mennirnir þekktust ekki og voru ekki að ferðast saman. Mennirnir áttuðu sig fljótlega á því að verið að var að vísa öllum svörtum karlmönnum úr vélinni en þeir voru átta talsins. Þegar úr vélinni var komið var þeim sagt að karlkyns flugþjónn hefði kvartað undan líkamslykt. „Það er ekkert sem skýrir þetta annað en hörundslitur okkar,“ segir í yfirlýsingu karlanna þriggja; Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph og Xavier Veal. Þeim hafi augljóslega verið mismunað á grundvelli kynþáttar. Tilraun var gerð af hálfu starfsmanna American Airlines til að finna annað flug fyrir mennina en þegar það hafðist ekki var þeim leyft að ganga aftur um borð. Í millitíðinni hafði flugmaðurinn tilkynnt það í gegnum hljóðkerfi vélarinnar að það væru tafir á brottför vegna „líkamslyktar“. Mennirnir segjast hafa upplifað djúpstæða skömm, niðurlægingu og reiði, bæði þegar þeir gengu aftur um borð og tóku sér sæti meðal hvítra farþeganna sem störðu á þá og þegar þeir neyddust til að eiga í samskiptum við flugþjónin sem hafði kvartað. Joseph segir ótrúlegt að atvik á borð við þetta séu enn að eiga sér stað árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem American Airlines hefur verið sakað um kynþáttafordóma en mannréttindasamtökin NAACP gáfu út viðvörun árið 2017 þar sem svartir voru hvattir til þess að forðast að fljúga með félaginu. Umfjöllun BBC.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira