„Let´s go og vinnum fleiri“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:06 Finnur Freyr í leikslok. Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson sagði það viðeigandi að hafa unnið þrátt fyrir meiðsli Kristófer Acox eftir allt sem hefur gengið á hjá Val á tímabilinu. Hann sagði Val verðskulda titilinn. „Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum