Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 12:20 Sturtað úr kjörkassa með utankjörfundaratkvæðum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43