„Þetta verður bara stríð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 09:01 Kristófer Acox í baráttunni við Grindvíkinginn DeAndre Kane í síðasta leik. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox er að fara spila oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um leikinn við Grindavík sem fer fram í kvöld fyrir framan troðfullan Hlíðarenda. Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira