Þess vegna er Halla Hrund efst Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:01 Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Forsetaferill Vigdísar og Guðna Vigdís ætlaði aldrei að verða forseti. Það var ekki fyrr en fólk fór að skrifa greinar í dagblöðin til að hvetja hana til framboðs að hún tók málið alvarlega. Sama gerðist með Guðna; hann ætlaði aldrei að verða forseti en mætti í Kastljóssviðtal til að ræða sögulegt gildi forsetaembættisins, og fólk tók eftir því að hann var tilvalinn forseti. Það sama gerðist með Höllu Hrund. Þegar orkumálastjórinn mætti í þáttinn hjá Gísla Marteini og spilaði þar á harmonikku, varð hún svo forsetaleg að stofnaður var Facebook-hópur af fólki sem vildi Höllu Hrund sem forseta. Forsetaembættið er í sjálfu sér mjög valddreifandi, og því þykir mér hughreystandi að hafa þar einstakling sem sækist ekki eftir völdum, heldur svarar ákalli landsmanna um að þjóna þjóðinni. Skilningur á orku- og auðlindamálum Halla Hrund hefur góðan skilning og hugsjón í orku- og auðlindamálum, sem ég tel muni verða eitt af stærstu úrlausnarmálum næstu ára. Íslenska þjóðin þarf að ákveða hversu mikið og hverjir fá að nýta auðlindir okkar. Þess vegna tel ég mikilvægt að forsetinn skilji mikilvægi náttúruauðlinda bæði sem stóran hluta af framþróun Íslands og mikilvægi verndunar þeirra. Samstaða í loftslagsmálum Of oft skiptumst við í hópa, og ein stærsta hindrun okkar í loftslagsmálum er að við getum ekki komið okkur saman um hvernig við ætlum að nýta auðlindir okkar. Forsetinn þarf að geta talað til beggja hópa, og það getur Halla Hrund svo sannarlega, komið með framtíðarsýn sem tekur mið af báðum markmiðum: framþróun og verndun. Þessi eiginleiki, að geta skilið báðar hliðar samfélagsins og talað til allra, er einn mikilvægasti eiginleiki forseta, og eiginleiki sem ég hef séð skýrt hjá Höllu Hrund. Traust og heiðarleiki Halla hefur sýnt í starfi sínu sem Orkumálastjóri að hún leyfir ekki sérhagsmunaöflum að fá hvað sem þau vilja, heldur heiðrar hún ávallt að almenningur er eigandi auðlinda Íslands. Þannig manneskju vil ég í forsetaembættið, því auðvitað liggur þar neyðarhemillinn ef myndast hefur gjá milli þjóðar og þings. Ég treysti Höllu Hrund til þess að taka ákvörðun sem byggir á því að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Listinn af ástæðum til þess að kjósa Höllu er langur, og því kemur ekki á óvart að hún mælist hæst. Höfundur er nemandi við hagfræðideild Harvard-háskóla
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun