Forsetakosning, auðlindir í þágu almennings Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 28. maí 2024 11:46 Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar