Lögmál leiksins: Hörður valdi verstu liðin sem hafa komist í úrslit NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 16:31 Donyell Marshall, Sasha Pavlovic, Anderson Varejao, LeBron James og félagar slysuðust í úrslit NBA 2007. getty/Gregory Shamus Aðdáendur NBA koma aldrei að tómum kofanum hjá strákunum í Lögmáli leiksins. Í þætti kvöldsins verður fjallað um verstu lið sem hafa komist í úrslit NBA. Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Hörður Unnsteinsson kom vopnaður lista yfir fimm verstu lið hafa komist í úrslit NBA í þátt kvöldsins. Í 5. sæti var Hörður með silfurliðið frá því í fyrra, Miami Heat. Í 4. sætinu var svo lið Cleveland Cavaliers sem tapaði 4-0 fyrir Golden State Warriors í úrslitunum 2018. Í 3. sætinu voru svo Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers 2001. Liðið tapaði 4-1 fyrir Shaquille O'Neal, Kobe Bryant og félögum þeirra í Los Angeles Lakers. Hörður sló svo tveimur liðum saman í 2. sætið; New Jersey Nets sem komst í úrslit 2002 og 2003. Liðið tapaði fyrir Lakers fyrra árið og San Antonio Spurs seinna árið. Klippa: Lögmál leiksins - Verstu lið sem hafa komist í úrslit Í 1. sætinu, og þar að leiðandi versta lið sem hefur komist í úrslit NBA að mati Harðar, var Cleveland 2007. San Antonio rústaði því, 4-0, í úrslitunum. „Liðið sem átti í raun og veru ekkert að fara í úrslit. Þetta átti að vera San Antonio Detroit Pistons en það hefði verið ömurlega leiðinlegt. Það var alveg gaman að Cleveland komst í úrslit og ég held að deildin hafi viljað það,“ sagði Hörður. Ungur LeBron James var aðalmaðurinn í þessu Cleveland-liði en helstu meðreiðasveinar hans voru Zydrunas Ilgauskas, Drew Gooden, Anderson Varejao og Larry Hughes. „Þetta er lélegasta liðið. Það rétt slefaði í fimmtíu sigra og vann Detroit bara út af ómanneskjulegri frammistöðu LeBrons,“ sagði Hörður en innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira