Þetta snýst um orkuna Hildur Sif Thorarensen skrifar 26. maí 2024 18:02 Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best. Undanfarin ár hafa raddir um orkuöryggi, orkuskort og græna orku farið hærra og hærra og með hverri áttundinni sem þær hækka, þeim mun verðmætari verða orkuinnviðir íslensku þjóðarinnar. Við höldum eflaust mörg að Landsvirkjun verði aldrei seld frá okkur, því þjóðin muni ekki leyfa það, en í því samhengi skulum við líta til HS Orku sem við héldum einnig að færi aldrei úr höndum sveitarfélaganna. Árið 2011 var hún hins vegar seld að fullu og er nú í meirihlutaeigu útlendinga. Samkvæmt fréttum hefur hún á þeim tíma tvöfaldast í verði og því töpuðu sveitarfélögin á Reykjanesinu svo sannarlega á þessari sölu. Auðlindirnar eru hins vegar ekki eingöngu orkan en þær eru einnig firðirnir, náttúran og íslenska drykkjarvatnið og því tel ég að það sé fátt mikilvægara en að velja sér frambjóðanda sem almenningur treystir til að verja þessar gersemar. Valið er vissulega erfitt því margir eru möguleikarnir og miklir eru kostir hvers og eins. Þrátt fyrir það þá ætla ég að leyfa mér að undanskilja einn möguleika því viðkomandi hefur, eins og Maya Angelou komst svo vel að orði, sýnt mér hver hún er og ég kýs að trúa henni. Að svíkja kjósendur sína með umsókn um Evrópusambandið, og tilheyrandi innleiðingu á evrópureglugerðum í íslensk lög, kveikir á langrækni og óánægju innra með mér sem ég á bágt með að kyngja. Þegar ég vel mér forseta þá velti ég því fyrir mér hvaða forseta ég treysti til að verja hagsmuni mína. Ég legg upp úr því að forsetinn tali gott mál, sé vinsamlegur í viðmóti og komi vel fyrir því hans hlutverk mun vera að tala mínu máli við erlenda þjóðhöfðingja. Það yljar mér um hjartarætur að sjá hversu margir frambjóðendur eru sannir Íslendingar sem þekkja bæði landsbyggðina og höfuðborgina og maður finnur næstum ilminn af nýslegnu heyi þegar maður hlustar á þá tala. Það er nefnilega mikilvægt að forsetinn sé þjóð sinni til sóma og táknmynd hennar í hugsunum og fasi. Valið í ár er svo sannarlega ekki auðvelt og ég skil vel að þjóðin skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra frambjóðenda sem fremstir standa. Ég tel hins vegar að með innsæi getum við fundið þann frambjóðanda sem hentar okkur og því sem við teljum vera mikilvægast. Fyrir mér er það fyrsta sem ég set á oddinn Landsvirkjun og salan á henni. Ég mun aldrei samþykkja að hún fari úr þjóðareigu. Það næsta er Evrópusambandið, en eins og áður kom fram, þá hef ég sérstaka andúð á því og set það fyrir mig ef frambjóðendur myndu sjálfir hafa hug á að ganga í það. Það þriðja sem skiptir mig máli er íslenskan og áhugi einstaklingsins á landi og þjóð. Eftir að hafa lagt saman öll þau atriði sem skipta mig máli þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Halla Hrund Logadóttir sé minn forseti og því ætla ég mér að kjósa hana. Ekki kemur það heldur að sök að ég hef kannast við manninn hennar síðan við spiluðum saman fótbolta á Austurbæjarskólalóðinni í denn. Kristján, eða Krissi eins og ég þekki hann, er harðduglegur, skynsamur og góður maður. Hann vill öllum vel og hefur alla tíð nálgast vandamál af innsæi og miklum kjarki. Krissi mun standa eins og óbifanleg stoð við bakið á henni Höllu sinni og ég veit fyrir víst að hann verður þjóðinni til sóma. Að lokum vil ég skora á Arnar Þór að bjóða sig fram á þing aftur því ég tel hans góðu kraftar muni nýtast betur þar. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best. Undanfarin ár hafa raddir um orkuöryggi, orkuskort og græna orku farið hærra og hærra og með hverri áttundinni sem þær hækka, þeim mun verðmætari verða orkuinnviðir íslensku þjóðarinnar. Við höldum eflaust mörg að Landsvirkjun verði aldrei seld frá okkur, því þjóðin muni ekki leyfa það, en í því samhengi skulum við líta til HS Orku sem við héldum einnig að færi aldrei úr höndum sveitarfélaganna. Árið 2011 var hún hins vegar seld að fullu og er nú í meirihlutaeigu útlendinga. Samkvæmt fréttum hefur hún á þeim tíma tvöfaldast í verði og því töpuðu sveitarfélögin á Reykjanesinu svo sannarlega á þessari sölu. Auðlindirnar eru hins vegar ekki eingöngu orkan en þær eru einnig firðirnir, náttúran og íslenska drykkjarvatnið og því tel ég að það sé fátt mikilvægara en að velja sér frambjóðanda sem almenningur treystir til að verja þessar gersemar. Valið er vissulega erfitt því margir eru möguleikarnir og miklir eru kostir hvers og eins. Þrátt fyrir það þá ætla ég að leyfa mér að undanskilja einn möguleika því viðkomandi hefur, eins og Maya Angelou komst svo vel að orði, sýnt mér hver hún er og ég kýs að trúa henni. Að svíkja kjósendur sína með umsókn um Evrópusambandið, og tilheyrandi innleiðingu á evrópureglugerðum í íslensk lög, kveikir á langrækni og óánægju innra með mér sem ég á bágt með að kyngja. Þegar ég vel mér forseta þá velti ég því fyrir mér hvaða forseta ég treysti til að verja hagsmuni mína. Ég legg upp úr því að forsetinn tali gott mál, sé vinsamlegur í viðmóti og komi vel fyrir því hans hlutverk mun vera að tala mínu máli við erlenda þjóðhöfðingja. Það yljar mér um hjartarætur að sjá hversu margir frambjóðendur eru sannir Íslendingar sem þekkja bæði landsbyggðina og höfuðborgina og maður finnur næstum ilminn af nýslegnu heyi þegar maður hlustar á þá tala. Það er nefnilega mikilvægt að forsetinn sé þjóð sinni til sóma og táknmynd hennar í hugsunum og fasi. Valið í ár er svo sannarlega ekki auðvelt og ég skil vel að þjóðin skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra frambjóðenda sem fremstir standa. Ég tel hins vegar að með innsæi getum við fundið þann frambjóðanda sem hentar okkur og því sem við teljum vera mikilvægast. Fyrir mér er það fyrsta sem ég set á oddinn Landsvirkjun og salan á henni. Ég mun aldrei samþykkja að hún fari úr þjóðareigu. Það næsta er Evrópusambandið, en eins og áður kom fram, þá hef ég sérstaka andúð á því og set það fyrir mig ef frambjóðendur myndu sjálfir hafa hug á að ganga í það. Það þriðja sem skiptir mig máli er íslenskan og áhugi einstaklingsins á landi og þjóð. Eftir að hafa lagt saman öll þau atriði sem skipta mig máli þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Halla Hrund Logadóttir sé minn forseti og því ætla ég mér að kjósa hana. Ekki kemur það heldur að sök að ég hef kannast við manninn hennar síðan við spiluðum saman fótbolta á Austurbæjarskólalóðinni í denn. Kristján, eða Krissi eins og ég þekki hann, er harðduglegur, skynsamur og góður maður. Hann vill öllum vel og hefur alla tíð nálgast vandamál af innsæi og miklum kjarki. Krissi mun standa eins og óbifanleg stoð við bakið á henni Höllu sinni og ég veit fyrir víst að hann verður þjóðinni til sóma. Að lokum vil ég skora á Arnar Þór að bjóða sig fram á þing aftur því ég tel hans góðu kraftar muni nýtast betur þar. Höfundur er verkfræðingur.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun