Allir um borð í rútunni Íslendingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 20:49 Allir um borð í rútunni voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Áverkar farþega voru af ýmsum toga, allt frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka. Júlíus Örn Sigurðarson Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar. Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar.
Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36