Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 17:36 Sjö voru fluttir með þyrlum á Landspítalann í Fossvogi. Hinir tuttugu voru fluttir með sjúkrabíl, ýmist á heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira