Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2024 20:12 Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. Næstum tveir mánuðir upp á dag eru nú frá því að tugum milljóna var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir framan krána Catalinu í Hamraborg. Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum um málið undanfarið og það hefur Öryggismiðstöðin sjálf einnig gert, raunar alveg frá því málið kom upp. Fyrirtækið hefur hingað til aðeins svarað fyrirspurnum fjölmiðla skriflega og ekki orðið við viðtalsbeiðnum. Fyrr en í dag. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með svona miklum verðmætum? „Samkvæmt okkar áhættumati erum við fyrst og fremst að leggja áherslu á varnarbúnaðinn sem er inni í bílnum. Bíllinn er í raun aukaatriði þegar kemur að þessum flokki og er að fullu samanburðarhæfur við það sem gengur og gerist í Evrópu,“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Með hugtakinu „varnarbúnaði“ á Ómar við töskurnar sem peningarnir voru í; sérstakar verðmætaflutningatöskur með litasprengjum. Sá búnaður hafi virkað sem skyldi. En málið hafi vissulega orðið til þess að verkferlar voru uppfærðir. Geturðu eitthvað farið nánar út í það? „Því miður get ég ekki farið nánar út í þá ferla en það sem ég get sagt er að við höfum gert breytingar til þess að bregðast við þessu.“ Hafið þið þá gert bílana öruggari? „Við höfum bætt í búnað í bílum, já.“ Telja verkferla ekki hafa verið brotna Eins og sést í upptöku af þjófnaðinum tók það þjófana aðeins rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í bílinn og hafa milljónirnar á brott með sér. Ómar segist vissulega staldra við það hversu skamman tima innbrotið tók. Ekkert viðvörunarkerfi var í bílnum sem hefði getað gert starfsmönnunum viðvart um þjófnaðinn og Ómar efast raunar um ávinning af slíku. „Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á öryggi okkar starfsmanna. Ég vil ekki hugsa til þess að það hefði verið búnaður og þeir hefðu hlaupið í flasið á mönnum sem voru að athafna sig við rán. Það hefði getað orðið mjög slæmt.“ Voru þeir áminntir eða urðu einhverjar afleiðingar af þessu fyrir þá [starfsmennina]? „Það voru engar afleiðingar. Enda teljum við ekki að okkar ferlar hafi verið brotnir á þann veg að það hafi orðið þess valdandi að þetta rán varð. Þetta er atburður sem var fyrir utan okkar stjórn,“ segir Ómar. Íslendingi grunuðum um aðild að málinu var sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum en engir fleiri hafa verið handteknir. Þá hefur ekki fundist meira af lituðum peningum í umferð síðustu vikur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Laus úr haldi en enn grunaður um græsku Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu. 10. maí 2024 10:26 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. 7. maí 2024 15:39 Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. 6. maí 2024 10:52 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Næstum tveir mánuðir upp á dag eru nú frá því að tugum milljóna var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir framan krána Catalinu í Hamraborg. Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum um málið undanfarið og það hefur Öryggismiðstöðin sjálf einnig gert, raunar alveg frá því málið kom upp. Fyrirtækið hefur hingað til aðeins svarað fyrirspurnum fjölmiðla skriflega og ekki orðið við viðtalsbeiðnum. Fyrr en í dag. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með svona miklum verðmætum? „Samkvæmt okkar áhættumati erum við fyrst og fremst að leggja áherslu á varnarbúnaðinn sem er inni í bílnum. Bíllinn er í raun aukaatriði þegar kemur að þessum flokki og er að fullu samanburðarhæfur við það sem gengur og gerist í Evrópu,“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Með hugtakinu „varnarbúnaði“ á Ómar við töskurnar sem peningarnir voru í; sérstakar verðmætaflutningatöskur með litasprengjum. Sá búnaður hafi virkað sem skyldi. En málið hafi vissulega orðið til þess að verkferlar voru uppfærðir. Geturðu eitthvað farið nánar út í það? „Því miður get ég ekki farið nánar út í þá ferla en það sem ég get sagt er að við höfum gert breytingar til þess að bregðast við þessu.“ Hafið þið þá gert bílana öruggari? „Við höfum bætt í búnað í bílum, já.“ Telja verkferla ekki hafa verið brotna Eins og sést í upptöku af þjófnaðinum tók það þjófana aðeins rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í bílinn og hafa milljónirnar á brott með sér. Ómar segist vissulega staldra við það hversu skamman tima innbrotið tók. Ekkert viðvörunarkerfi var í bílnum sem hefði getað gert starfsmönnunum viðvart um þjófnaðinn og Ómar efast raunar um ávinning af slíku. „Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á öryggi okkar starfsmanna. Ég vil ekki hugsa til þess að það hefði verið búnaður og þeir hefðu hlaupið í flasið á mönnum sem voru að athafna sig við rán. Það hefði getað orðið mjög slæmt.“ Voru þeir áminntir eða urðu einhverjar afleiðingar af þessu fyrir þá [starfsmennina]? „Það voru engar afleiðingar. Enda teljum við ekki að okkar ferlar hafi verið brotnir á þann veg að það hafi orðið þess valdandi að þetta rán varð. Þetta er atburður sem var fyrir utan okkar stjórn,“ segir Ómar. Íslendingi grunuðum um aðild að málinu var sleppt úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum en engir fleiri hafa verið handteknir. Þá hefur ekki fundist meira af lituðum peningum í umferð síðustu vikur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Laus úr haldi en enn grunaður um græsku Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu. 10. maí 2024 10:26 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. 7. maí 2024 15:39 Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. 6. maí 2024 10:52 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Laus úr haldi en enn grunaður um græsku Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu. 10. maí 2024 10:26
Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem handtekinn var í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna hefur verið framlengt. 7. maí 2024 15:39
Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. 6. maí 2024 10:52