Halla Hrund; vörður auðlinda og nýsköpunar Valdimar Össurarson skrifar 24. maí 2024 11:01 Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun