Krefst svara vegna andláts sjö vikna dóttur sinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2024 14:15 Winter Ivý lést aðeins tæplega sjö vikna gömul. Anita Berkeley missti dóttur sína aðeins tæplega sjö vikna gamla í nóvember á síðasta ári. Hún er verulega ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlát hennar og vill að einhver taki ábyrgð. Niðurstaða krufningar er að dánarorsök sé óljós en talið líklegt að um vöggudauða hafi verið að ræða. Anita hefur tilkynnt andlátið til embættis landlæknis. Anita segir í samtali við fréttastofu að henni hafi þótt nóg komið eftir að hún sá þátt Ísland í dag í gær. Þar var rætt við foreldra tveggja ára stúlku, Berglindar Bjargar, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Foreldrar hennar, Petra og Arnar, ætla að stefna íslenska ríkinu. Anita segir að eftir að hún sá þáttinn hafi henni þótt nóg komið og brýn nauðsyn til að hafa hátt yfir öllum slíkum atvikum. „Nöfn Berglindar og Winterar, og allra þeirra barna sem að hafa misst líf sín sem afleiðingar mistaka og vanrækslu heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðiskerfisins, skulu ekki fá að gleymast eða vera grafið yfir,“ segir Anita. Anita fjallaði því um mál dóttur sinnar í færslu á Facebook í gær sem hefur vakið mikla athygli. Í færslu sinni lýsir Anita málsatvikum í aðdraganda andláts Winterar. Lítið gert úr veikindunum „Winter var lögð inn á barnaspítalann þann 31. okt 2023… eftir að ég fór með hana í bráðri neyð á bráðamóttökubarna var hún lögð inn vegna andstoppa og bláma og vegna þess að mig var farið að gruna flog. Það var gert lítið úr mér sem foreldri, gert lítið úr mínum áhyggjum fyrir heilsu dóttur minnar. Að lokum var svo læknir sem að hellir sér yfir mig og ásakar mig um að vera valdur allra kvala hennar,“ segir Anita. Hún segir að læknirinn hafi fullyrt að hún hafi verið að kvelja dóttur sína með því að biðja um framkvæmdar yrðu rannsóknir á þvagi hennar og blóði. Hún hafi þó náð að tala þau inn á að skoða þvag hennar en hafi á sama tíma verið tilkynnt að hún væri að „pynta“ hana með því að biðja um þessar rannsóknir. „Í ljós komu hækkanir á sýkingarparametrum en þeir vildu ekkert gera í því. Hún er útskrifuð og sögð vera í fullri heilsu þó svo að ástandið á henni var orðið verra en þegar að við komum inn á deild,“ segir Anita og að hún hafi á þessum tímapunkti grátbeðið um frekari rannsóknir. Það væri augljóst að dóttir hennar væri sárkvalin. „...en nei hún var fullfrísk „kennslubókar kveisubarn og lagast upp úr þriggja mánaða!” Ekki einu sinni hálfum sólarhring seinna er Winter farin.“ Anita segir í færslu sinni að nú liggi krufningarskýrslan fyrir í heild sinni. Þar sé staðfest að heilaskemmdir hafi fundist á nokkrum stöðum, blettur í öðru lunga auk þess sem staðfest er að Winter hafi verið með veirusýkingu í bæði lungum og blóði. „Þessi veirusýking, ef ómeðhöndluð getur lýst öllum einkennum sem Winter sýndi af sér þ.e.a.s. blámann, andstoppin, uppköstin, óværðina ALLT! Einnig getur þessi sama veirusýking ef ómeðhöndluð orðið börnum undir 3 mánaða að bana,“ segir Anita og að þrátt fyrir það sé úrskurðað í krufningarskýrslu að um vöggudauða hafi verið að ræða „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana… Var send heim til að deyja,“ segir Anita. Fundaði með forstjóra Eins og fram kom að ofan hefur málið verið tilkynnt til embættis landlæknis. Auk þess hefur Anita fundað í tvígang með forstjóra Landspítalans, Runólfi Pálssyni, til að fara yfir málið. Á fundinum hafi hún sem dæmi kvartað yfir framgöngu læknisins sem tók á móti þeim og útskrifaði þær af Barnaspítalanum en hún hefur óskað eftir því að hann verði settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. „Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum.“ Runólfur Pálsson Forstjóri LandspítalansVísir/Vilhelm Þá hafi Runólfur einnig sagt henni að það hafi komið hjúkrunarfræðingunum og læknunum sem voru á deildinni þegar þær leituðu á Barnaspítalann í opna skjöldu að Winter hefði dáið. „Á sama tíma kom einnig í ljós að ekkert af þeim atvikum sem að áttu sér stað innan veggja Barnaspítalans þar sem að hún sýndi bráðveikindaeinkenni voru skráð í sjúkraskýrslurnar hennar,“ segir Anita og spyr að lokum hvar réttlætið er fyrir börnin og hvenær ábyrgðinni verður velt á læknanna sem „framkvæma þessi óafturkræfu mistök“. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Anita segir í samtali við fréttastofu að henni hafi þótt nóg komið eftir að hún sá þátt Ísland í dag í gær. Þar var rætt við foreldra tveggja ára stúlku, Berglindar Bjargar, sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Foreldrar hennar, Petra og Arnar, ætla að stefna íslenska ríkinu. Anita segir að eftir að hún sá þáttinn hafi henni þótt nóg komið og brýn nauðsyn til að hafa hátt yfir öllum slíkum atvikum. „Nöfn Berglindar og Winterar, og allra þeirra barna sem að hafa misst líf sín sem afleiðingar mistaka og vanrækslu heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðiskerfisins, skulu ekki fá að gleymast eða vera grafið yfir,“ segir Anita. Anita fjallaði því um mál dóttur sinnar í færslu á Facebook í gær sem hefur vakið mikla athygli. Í færslu sinni lýsir Anita málsatvikum í aðdraganda andláts Winterar. Lítið gert úr veikindunum „Winter var lögð inn á barnaspítalann þann 31. okt 2023… eftir að ég fór með hana í bráðri neyð á bráðamóttökubarna var hún lögð inn vegna andstoppa og bláma og vegna þess að mig var farið að gruna flog. Það var gert lítið úr mér sem foreldri, gert lítið úr mínum áhyggjum fyrir heilsu dóttur minnar. Að lokum var svo læknir sem að hellir sér yfir mig og ásakar mig um að vera valdur allra kvala hennar,“ segir Anita. Hún segir að læknirinn hafi fullyrt að hún hafi verið að kvelja dóttur sína með því að biðja um framkvæmdar yrðu rannsóknir á þvagi hennar og blóði. Hún hafi þó náð að tala þau inn á að skoða þvag hennar en hafi á sama tíma verið tilkynnt að hún væri að „pynta“ hana með því að biðja um þessar rannsóknir. „Í ljós komu hækkanir á sýkingarparametrum en þeir vildu ekkert gera í því. Hún er útskrifuð og sögð vera í fullri heilsu þó svo að ástandið á henni var orðið verra en þegar að við komum inn á deild,“ segir Anita og að hún hafi á þessum tímapunkti grátbeðið um frekari rannsóknir. Það væri augljóst að dóttir hennar væri sárkvalin. „...en nei hún var fullfrísk „kennslubókar kveisubarn og lagast upp úr þriggja mánaða!” Ekki einu sinni hálfum sólarhring seinna er Winter farin.“ Anita segir í færslu sinni að nú liggi krufningarskýrslan fyrir í heild sinni. Þar sé staðfest að heilaskemmdir hafi fundist á nokkrum stöðum, blettur í öðru lunga auk þess sem staðfest er að Winter hafi verið með veirusýkingu í bæði lungum og blóði. „Þessi veirusýking, ef ómeðhöndluð getur lýst öllum einkennum sem Winter sýndi af sér þ.e.a.s. blámann, andstoppin, uppköstin, óværðina ALLT! Einnig getur þessi sama veirusýking ef ómeðhöndluð orðið börnum undir 3 mánaða að bana,“ segir Anita og að þrátt fyrir það sé úrskurðað í krufningarskýrslu að um vöggudauða hafi verið að ræða „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana… Var send heim til að deyja,“ segir Anita. Fundaði með forstjóra Eins og fram kom að ofan hefur málið verið tilkynnt til embættis landlæknis. Auk þess hefur Anita fundað í tvígang með forstjóra Landspítalans, Runólfi Pálssyni, til að fara yfir málið. Á fundinum hafi hún sem dæmi kvartað yfir framgöngu læknisins sem tók á móti þeim og útskrifaði þær af Barnaspítalanum en hún hefur óskað eftir því að hann verði settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. „Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum.“ Runólfur Pálsson Forstjóri LandspítalansVísir/Vilhelm Þá hafi Runólfur einnig sagt henni að það hafi komið hjúkrunarfræðingunum og læknunum sem voru á deildinni þegar þær leituðu á Barnaspítalann í opna skjöldu að Winter hefði dáið. „Á sama tíma kom einnig í ljós að ekkert af þeim atvikum sem að áttu sér stað innan veggja Barnaspítalans þar sem að hún sýndi bráðveikindaeinkenni voru skráð í sjúkraskýrslurnar hennar,“ segir Anita og spyr að lokum hvar réttlætið er fyrir börnin og hvenær ábyrgðinni verður velt á læknanna sem „framkvæma þessi óafturkræfu mistök“.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira