Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:46 Vladímír Kara-Murza á sakamannabekk þegar hann var dæmdur í aldarfjórðungslangt fangelsi fyrir meint landráð í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi. Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Vladímír Kara-Murza afplánar nú tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir landráð sem hann hlaut fyrir að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu í fyrra. Hann var náinn Boris Nemtsov, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem var skotinn til bana í skugga veggja Kremlar árið 2015. Bandamenn Nemtsov sökuðu stjórnvöld um að standa að morðinu. Skömmu eftir morðið á Nemtsov veiktist Kara-Murza heiftarlega og var lagður inn á sjúkrahús. Tveimur árum síðar komu læknar honum í dá og í öndunarvél eftir að svipuð einkenni blossuðu upp aftur. Rannsókn rannsóknarblaðamennskuhópsins Bellingcat leiddi í ljós að sama deild rússnesku leyniþjónustunnar FSB og eitraði fyrir Alexei Navalníj hefði veitt Kara-Murza eftirför. Lögmenn Kara-Murza kröfðust þess að rannsóknarnefnd Rússlands, alríkisrannsóknarlögreglan, rannsakaði eiturtilræðin en því hafnaði hún. Borgardómstóll í Moskvu hafnaði áfrýjun hans á þeirri niðurstöðu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza sagði fulltrúa rannsóknarlögreglunnar ljúga því að hún hefði rannsakað tilræðin og rætt við vitni. Hann ávarpaði dómstólinn í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsi í Síberíu þar sem honum er haldið. Eiginkona Kara-Murza hefur sagst óttast um líf hans í fangelsinu. Hann þjáist af taugasjúkdómi eftir eitranirnar. Kara-Murza hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir pistla sem hann skrifar fyrir Washington Post úr fangelsinu fyrr í þessum mánuði. Alexei Navalníj, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar eftir drápið á Nemtsov, lést í rússnesku fangelsi fyrr á þessu ári. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok árið 2020. Hann var um tíma í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi áður en hann sneri aftur til Rússlands þar sem hann var handtekinn og síðar sakfelldur fyrir alls kyns meinta glæpi.
Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. 17. apríl 2023 11:26