Segja markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2024 16:04 Jón Hilmar Karlsson og Kjartan Þórisson, forsvarsmenn Noona. Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. Í tilkynningu Noona segir að fyrirtækið hafi brugðist við ákalli veitingamanna um samkeppni á borðabókunarmarkaðnum. Í tilkynningunni eru fyrirtæki á borð við Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ er haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. „Við trúum því að slík nálgun sé verri fyrir alla aðila til lengri tíma litið, þar með talið markaðstorgið sjálft. Sem dæmi höfum við aldrei rukkað bókunargjöld þó það sé stærsta tekjulind margra annarra markaðstorga. Markmið okkar er að vera kraftur til góðs og þá sérstaklega í þessu erfiða rekstrarumhverfi veitingahúsa.“ Veitingamenn hafi kvartað undan miklum kostnaði við sambærileg kerfi sem fyrir séu á markaðnum, sem innheimti yfirleitt gjald af hverri bókun. „Það er ótrúlega gaman að finna viðbrögð veitingamanna við því að við séum að koma með svona lausn. Það virðist hafa verið brýn þörf fyrir samkeppni og einhverjum til að hrista upp í markaðnum,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Kjartani Þórissyni. Auk þess segir að Noona áætli að veitingahús geti lækkað kostnað sinn við borðabókanir um allt að 90 prósent, með föstu mánaðargjaldi. Veitingastaðir Tækni Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í tilkynningu Noona segir að fyrirtækið hafi brugðist við ákalli veitingamanna um samkeppni á borðabókunarmarkaðnum. Í tilkynningunni eru fyrirtæki á borð við Dineout og Booking.com nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem þjónustuveitendur verði fljótt háðir. „Þau geta þannig orðið mjög valdamiklir milliliðir á markaðnum og í sumum tilfellum freistast til að blóðmjólka fyrirtækin. Við hjá Noona erum mjög meðvituð um þessa dýnamík og viljum ýta á móti henni,“ er haft eftir Jóni Hilmari Karlssyni stjórnarformanni Noona. „Við trúum því að slík nálgun sé verri fyrir alla aðila til lengri tíma litið, þar með talið markaðstorgið sjálft. Sem dæmi höfum við aldrei rukkað bókunargjöld þó það sé stærsta tekjulind margra annarra markaðstorga. Markmið okkar er að vera kraftur til góðs og þá sérstaklega í þessu erfiða rekstrarumhverfi veitingahúsa.“ Veitingamenn hafi kvartað undan miklum kostnaði við sambærileg kerfi sem fyrir séu á markaðnum, sem innheimti yfirleitt gjald af hverri bókun. „Það er ótrúlega gaman að finna viðbrögð veitingamanna við því að við séum að koma með svona lausn. Það virðist hafa verið brýn þörf fyrir samkeppni og einhverjum til að hrista upp í markaðnum,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Kjartani Þórissyni. Auk þess segir að Noona áætli að veitingahús geti lækkað kostnað sinn við borðabókanir um allt að 90 prósent, með föstu mánaðargjaldi.
Veitingastaðir Tækni Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira