Myndefnið sem um ræðir er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina. Þá sparkar hann í hana meðan hún liggur í jörðinni.
Sjá einnig: Myndband sýnir árás Diddy
Í nýju myndskeiði sem tónlistarmaðurinn birti á Instagram segist hann sjá eftir gjörðum sínum og taka ábyrgð á þeim.
„Mér bauð við hegðun minni þegar ég gerði þetta. Mér býður við þessu núna,“ sagði rapparinn í myndskeiðinu. „Ég leitaði mér hjálpar eftir þetta. Ég fékk sálfræðisaðstoð og fór í meðferð. Ég bað guð fyrirgefningar. Fyrirgefiði.“
Instagram-færsluna má sjá hér að neðan.