Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 15:38 Rúnar Geirmundsson vill fá að heita Rúnar Hroði Geirmundsson. Bylgjan „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“ Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“
Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira