„Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“ Páll Magnússon skrifar 17. maí 2024 14:01 Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Páll Magnússon Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Þetta var 1968 þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti og keppinauturinn var Gunnar Thoroddsen. Foreldrar mínir voru ekki á einu máli um hvorn skyldi kjósa. Pabbi var virkur stuðningsmaður Gunnars og var að hjálpa til við að skipuleggja kosningakaffi. Hann kunni ekki annað fyrir sér í eldamennsku en að harðsjóða egg og hita pulsur - og bað mömmu að leggja eitthvað til í kaffiboðið. Og þá kom þetta ógleymanlega svar: “Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“. Þar með lauk rökræðum foreldra minna um þessar kosningar – og sjálfur hafði ég fengið örnámskeið hjá mömmu í sjálfstæðri hugsun, þótt ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna. Skrýtin kosningabarátta Þessari æskuminningu skaut upp í kollinn á mér þegar ég var að velta fyrir mér þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Hún er að ýmsu leiti skrýtin. Einna sérkennilegastur finnst mér sá framgangsmáti í sumum kreðsum að ráðast með nokkru offorsi á það fólk sem vogar sér að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýstir stuðningsmenn annarra frambjóðenda þurfi að þola slíkar trakteringar. Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá að komast að sinni sjálfstæðu niðurstöðu í þessum efnum, og lýsa henni opinberlega ef það svo kýs – án þess að þurfa að þola persónulegt skítkast. Eins og mamma gerði. Og þeir sem eru á annarri skoðun eigi að rökstyðja hana og standa með sínum frambjóðanda án þess að grípa til persónulegra árása á stuðningsmenn hina. Eins og pabbi gerði. Og ég kýs Katrínu Ég hef verið í nokkrum námunda við Katrínu Jakobsdóttur frá því að hún hóf þátttöku í pólitík fyrir rúmum 20 árum; sem fjölmiðlamaður í aðra röndina yfir allt tímabilið, sem alþingismaður í 5 ár – þar af 4 í þingliði fyrri ríkisstjórnarinnar sem hún veitti forystu - og loks hef ég upp á síðkastið, sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, átt við hana samstarf um ýmsa viðburði tengda því að 50 ár voru í fyrra liðin frá Heimaeyjargosinu. Hún sýndi okkur m.a. þann sóma að halda árlegan fund forsætisráherra Norðurlandanna, og Kanada í þessu tilviki, í Vestmannaeyjum. Það er skemmst frá því að segja að hvar sem ég ber niður í kynnum okkar Katrínar í þessa rúmu tvo áratugi þá hafa þau einkennst af heilindum, velvilja og jákvæðni. Þegar búið er að skilja kjarnann frá hisminu í þessum forsetakosningum stendur eftir þessi einfalda spurning: Hverjum af þeim frambjóðendum sem eiga raunhæfa möguleika á að verða forseti Íslands treystirðu best til að gegna embættinu? Ég hef sem sagt svarað þeirri spurningu fyrir mitt leyti . Höfundur er forseti bæjarstjónar í Vestmannaeyjum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun