Rannsóknir á söfnum skapa dýrmæta þekkingu Arndís Bergsdóttr skrifar 17. maí 2024 13:01 Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun