Nýsköpun innviða Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 17. maí 2024 11:01 Innviðir og stafræn þróun Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og verkefnum fjölgar frekar en fækkar. Hvert og eitt sveitarfélag leggur metnað sinn í góða grunnþjónustu. Aukin krafa er á sveitarfélög um samkeppnishæfni við nágrannasveitarfélög um val á búsetu sem kallar á framúrskarandi þjónustu talsvert út fyrir hin lögbundnu verkefni. Þessu ákalli vilja sveitarfélögin standa undir og kallar þetta því á forgangsröðun hvers sveitarfélags. Það er því nú sem fyrr hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna, að leita allra mögulegra leiða til hagkvæmrar ráðstöfunar á fjármagni. Eitt stærsta innviðamálið í dag Stafræn þróun er mikilvægt innviðamál og jafnframt lykilatriði í byggðaþróun. Með stafrænni þróun getum við minnkað álag á starfsfólk stofnana og þar með náð fram aukinni skilvirkni, við getum sparað fjármagn og við getum aukið þjónustu við íbúana. Þjónustan verður nær íbúanum og ávallt til staðar hvort sem sveitarfélagið er lítið eða stórt. Við sem sveitarstjórnarmenn berum ábyrgð á rekstri sveitarfélaga og því er það okkar hlutverk að leita leiða til að þjónusta sem best á sem hagkvæmastan hátt. Stafrænt ráð sveitarfélaga Stafrænt ráð sveitarfélaga er teymi sem sett var saman með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaganna árið 2020 til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun. Sex markmið hafa verið samþykkt af landsþingi Sambandsins en markmiðin snúa beint að stafrænni þróun. Sambandið vinni stefnumörkun og aðgerðaáætlun í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga í góðu samstarfi við sveitarfélög og ríkið Auka þekkingarstig kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda sveitarfélaga, starfsfólks og annarra hagaðila á tækifærum stafrænnar umbreytingar, nýtingu tækni og nýsköpunar við úrlausn áskorana. Vinna að pappírslausri stjórnsýslu sveitarfélaga og beita sér fyrir rafrænum skilum. Upplýsingartækniinnviðir sveitarfélaga verði þróaðir á grundvelli sameiginlegra kröfulýsinga og út frá sjálfvirkni með það að markmiði að ná fram auknu rekstrarhagræði og bættri þjónustu samhliða því sem öryggi gagna sé tryggt. Stafrænt umbreytingateymi sveitarfélaga verði miðlægur þjónustukjarni með skilgreint umboð og hlutverk, mannað stafrænum leiðtogum í öllum landshlutum sem veita sveitarfélögum stuðning. Efla samstarf við ríkið (Stafrænt Ísland) til að sveitarfélög geti nýtt miðlægan vettvang, ísland.is, við þróun þjónustu fyrir sveitarfélög. Frá því í haust hefur verið settur enn meiri þungi í að vinna með stefnumótunina og markmiðin sex. Mikilvægi samstarfs Samstarf sveitarfélaga innbyrðis og samstarf sveitarfélaga og ríkis – er gríðarlega mikilvægt. Að sveitarfélögin sjálf stígi fram sem ein rödd í samskiptum við ríki. Það er á ábyrgð okkar sveitarstjórnarmanna að eiga samtalið, sameina krafta okkar, fara vel með opinbert fjármagn og forðast tvíverknað. Stafræn þróun byggir upp sjálfstraust. Við sköpum notendavænar lausnir, aukum sjálfstæði notandans og léttum á innviðunum – enda er hér um nýsköpun innviða að ræða. Það er von mín að sveitarfélögin og ríki starfi sem ein heild í átt að aukinni þjónustu fyrir íbúa landsins með stafræna þróun að leiðarljósi. Erindi þetta var flutt á afar gagnlegum nýsköpunardegi hins opinbera sem fram fór þann 15. maí s.l. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og formaður starfræns ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Innviðir og stafræn þróun Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og verkefnum fjölgar frekar en fækkar. Hvert og eitt sveitarfélag leggur metnað sinn í góða grunnþjónustu. Aukin krafa er á sveitarfélög um samkeppnishæfni við nágrannasveitarfélög um val á búsetu sem kallar á framúrskarandi þjónustu talsvert út fyrir hin lögbundnu verkefni. Þessu ákalli vilja sveitarfélögin standa undir og kallar þetta því á forgangsröðun hvers sveitarfélags. Það er því nú sem fyrr hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna, að leita allra mögulegra leiða til hagkvæmrar ráðstöfunar á fjármagni. Eitt stærsta innviðamálið í dag Stafræn þróun er mikilvægt innviðamál og jafnframt lykilatriði í byggðaþróun. Með stafrænni þróun getum við minnkað álag á starfsfólk stofnana og þar með náð fram aukinni skilvirkni, við getum sparað fjármagn og við getum aukið þjónustu við íbúana. Þjónustan verður nær íbúanum og ávallt til staðar hvort sem sveitarfélagið er lítið eða stórt. Við sem sveitarstjórnarmenn berum ábyrgð á rekstri sveitarfélaga og því er það okkar hlutverk að leita leiða til að þjónusta sem best á sem hagkvæmastan hátt. Stafrænt ráð sveitarfélaga Stafrænt ráð sveitarfélaga er teymi sem sett var saman með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaganna árið 2020 til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun. Sex markmið hafa verið samþykkt af landsþingi Sambandsins en markmiðin snúa beint að stafrænni þróun. Sambandið vinni stefnumörkun og aðgerðaáætlun í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga í góðu samstarfi við sveitarfélög og ríkið Auka þekkingarstig kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda sveitarfélaga, starfsfólks og annarra hagaðila á tækifærum stafrænnar umbreytingar, nýtingu tækni og nýsköpunar við úrlausn áskorana. Vinna að pappírslausri stjórnsýslu sveitarfélaga og beita sér fyrir rafrænum skilum. Upplýsingartækniinnviðir sveitarfélaga verði þróaðir á grundvelli sameiginlegra kröfulýsinga og út frá sjálfvirkni með það að markmiði að ná fram auknu rekstrarhagræði og bættri þjónustu samhliða því sem öryggi gagna sé tryggt. Stafrænt umbreytingateymi sveitarfélaga verði miðlægur þjónustukjarni með skilgreint umboð og hlutverk, mannað stafrænum leiðtogum í öllum landshlutum sem veita sveitarfélögum stuðning. Efla samstarf við ríkið (Stafrænt Ísland) til að sveitarfélög geti nýtt miðlægan vettvang, ísland.is, við þróun þjónustu fyrir sveitarfélög. Frá því í haust hefur verið settur enn meiri þungi í að vinna með stefnumótunina og markmiðin sex. Mikilvægi samstarfs Samstarf sveitarfélaga innbyrðis og samstarf sveitarfélaga og ríkis – er gríðarlega mikilvægt. Að sveitarfélögin sjálf stígi fram sem ein rödd í samskiptum við ríki. Það er á ábyrgð okkar sveitarstjórnarmanna að eiga samtalið, sameina krafta okkar, fara vel með opinbert fjármagn og forðast tvíverknað. Stafræn þróun byggir upp sjálfstraust. Við sköpum notendavænar lausnir, aukum sjálfstæði notandans og léttum á innviðunum – enda er hér um nýsköpun innviða að ræða. Það er von mín að sveitarfélögin og ríki starfi sem ein heild í átt að aukinni þjónustu fyrir íbúa landsins með stafræna þróun að leiðarljósi. Erindi þetta var flutt á afar gagnlegum nýsköpunardegi hins opinbera sem fram fór þann 15. maí s.l. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og formaður starfræns ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun