„Þetta var ótrúlega erfitt“ Hinrik Wöhler skrifar 15. maí 2024 21:15 John Andrews, þjálfari Víkings, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir 1-0 baráttusigur á liði Þróttar á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Þetta er annar sigur Víkinga á tímabilinu en fimm umferðir eru búnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. „Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
„Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira