Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 23:07 Hildur Björnsdóttir segir stöðuna versna ár frá ári á þessu kjörtímabili fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra. Vísir/Vilhelm Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. „Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46