Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Nikola Jokic tekur við MVP-styttunni úr hendi Adams Silver, yfirmanns NBA-deildarinnar. getty/Matthew Stockman Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína. Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn. NBA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn.
NBA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira