„Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:08 Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, mætti til leiks í kvöld nýklipptur og sætur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli