Sagan heldur áfram frá því þar sem fram var horfið í fyrstu seríunni. Mæta aftur til leiks persónur líkt og álfadrottningin Galadríel og álfaprinsinn Elrond. Sauron hefur sótt í sig veðrið og verður í stærra hlutverki að þessu sinni. Fyrsti þátturinn kemur á Prime streymisveituna þann 29. ágúst.
Þættirnir eru langdýrustu þættir í heimi og eðlilega margir því spenntir fyrir annarri seríu. Fyrri serían hlaut misgóða dóma en nýverið var greint frá því að í bígerð sé mynd um leit hins illa og hins góða að Gollri á tímum Lord of the Rings bíómyndanna, eða rétt áður. Sú mynd verður í leikstjórn Andy Serkis og kemur út árið 2026.