Lokað á börn í vanda Sigmar Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 08:00 Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar frá 10. júlí til 8. ágúst. Þar hafa börn og unglingar fengið dýrmætan stuðning, meðal annars vegna hegðunar- og fíknivanda. Þetta er úrræði sem skiptir gríðarlegu máli fyrir börnin, ungmennin og fjölskyldur þeirra. Oft algert lykilúrræði í vanda sem í sumum tilfellum hefur verið óyfirstíganlegur hjá fjölskyldum. En við skellum í lás á sumrin. Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hve þjónusta við fólk á öllum aldri, sem glímir við fíknisjúkdóm, er brothætt á Íslandi. Þær stofnanir sem veita þessa þjónustu, sem stundum skilur á milli lífs og dauða, búa við svo knappan fjárhag að það þarf að loka á sumrin. Þetta er sérstaklega nöturlegt þegar um er að ræða börn og ungmenni. Meðferðardeild Stuðla er sérhæft úrræði fyrir viðkvæman hóp sem má alls ekki við verri þjónustu. Ég efast ekki um að starfsfólk mun gera sitt besta til að grípa til annara ráða í þröngri stöðu til að aðstoða fjölskyldurnar sem reiða sig á þessa þjónustu. En það á ofur einfaldlega ekki að setja starfsfólkið í þá stöðu. En því miður er það þannig að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist okkur svo skýrt með þessum hætti. Hver verður afleiðingin af þessu? Jú, langir biðlistar lengjast, vandinn færist til í tíma og álagið á kerfið eykst. Þjónusta við börn og ungmenni versnar og þau líða fyrir og þjást. Höfum eitt á hreinu. Sumar stofnanir er svo mikilvægar að þeim má ekki skella í lás á sumrin. Það gildir um meðferðardeild Stuðla og meðferðarstöðina Vík hjá SÁÁ en samt er lokað vegna fjárskorts. Í dag er 15 maí. Ég óttast að það sé orðið of seint að koma í veg fyrir lokun hjá Stuðlum, rétt eins og það er orðið of seint að koma í veg fyrir sumarlokun á Vík. Afleiðingarnar af þessu geta orðið mjög alvarlegar. Að loka á sumrin og lengja biðlista er vond stefna. Sorglegt sinnuleysi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Fíkn Alþingi Félagsmál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar frá 10. júlí til 8. ágúst. Þar hafa börn og unglingar fengið dýrmætan stuðning, meðal annars vegna hegðunar- og fíknivanda. Þetta er úrræði sem skiptir gríðarlegu máli fyrir börnin, ungmennin og fjölskyldur þeirra. Oft algert lykilúrræði í vanda sem í sumum tilfellum hefur verið óyfirstíganlegur hjá fjölskyldum. En við skellum í lás á sumrin. Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hve þjónusta við fólk á öllum aldri, sem glímir við fíknisjúkdóm, er brothætt á Íslandi. Þær stofnanir sem veita þessa þjónustu, sem stundum skilur á milli lífs og dauða, búa við svo knappan fjárhag að það þarf að loka á sumrin. Þetta er sérstaklega nöturlegt þegar um er að ræða börn og ungmenni. Meðferðardeild Stuðla er sérhæft úrræði fyrir viðkvæman hóp sem má alls ekki við verri þjónustu. Ég efast ekki um að starfsfólk mun gera sitt besta til að grípa til annara ráða í þröngri stöðu til að aðstoða fjölskyldurnar sem reiða sig á þessa þjónustu. En það á ofur einfaldlega ekki að setja starfsfólkið í þá stöðu. En því miður er það þannig að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist okkur svo skýrt með þessum hætti. Hver verður afleiðingin af þessu? Jú, langir biðlistar lengjast, vandinn færist til í tíma og álagið á kerfið eykst. Þjónusta við börn og ungmenni versnar og þau líða fyrir og þjást. Höfum eitt á hreinu. Sumar stofnanir er svo mikilvægar að þeim má ekki skella í lás á sumrin. Það gildir um meðferðardeild Stuðla og meðferðarstöðina Vík hjá SÁÁ en samt er lokað vegna fjárskorts. Í dag er 15 maí. Ég óttast að það sé orðið of seint að koma í veg fyrir lokun hjá Stuðlum, rétt eins og það er orðið of seint að koma í veg fyrir sumarlokun á Vík. Afleiðingarnar af þessu geta orðið mjög alvarlegar. Að loka á sumrin og lengja biðlista er vond stefna. Sorglegt sinnuleysi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar