„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 10:30 Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR eftir síðasta tímabil. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32