Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 12:22 Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á ökutækinu við bílveltuna. Bíllinn hafnaði 176 metrum frá staðnum þar sem hann fór út af veginum. RNSA Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira