Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 06:50 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. Tilboð í framkvæmdina voru opnuð 12. mars síðastliðinn en þá kom í ljós að aðeins einn aðili af fimm sem lýst höfðu áhuga á verkinu skilaði tilboði, ÞG verktakar ehf. Vegagerðin sagði um að ræða upphafstilboð en farið yrði í samningaviðræður og endnalegt tilboð myndi liggja fyrir að þeim loknum. „Viðræðurnar ganga út á það hvort það sé hægt að auka hagkvæmni í verkinu og við erum bara að vinna að því,“ segir Guðmundur. Guðmundur vildi ekki svara því beint hvort hann væri bjartsýnn á að lending næðist í málið en ef svo yrði væri gert ráð fyrir að endanlegt tilboð lægi fyrir í júní og verksamningur í júlí. Að sögn Guðmundar myndu undirbúningsframkvæmdir hefjast strax í sumar eða haust en þær yrðu unnar samhliða endanlegri hönnun verksins. Undirbúningurinn felst meðal annars í jarðvinnu á brúarstæðunum og að „koma sér út í eyjuna“, eins og Guðmundur kemst að orði. Umrædd eyja er Efri-Laugardælaeyja, þar sem reistur verður 60 metra hár turn. Enn er stefnt að því að framkvæmdinni ljúki haustið 2027. Ítarlegar upplýsingar um verkið má finna á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Árborg Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Tilboð í framkvæmdina voru opnuð 12. mars síðastliðinn en þá kom í ljós að aðeins einn aðili af fimm sem lýst höfðu áhuga á verkinu skilaði tilboði, ÞG verktakar ehf. Vegagerðin sagði um að ræða upphafstilboð en farið yrði í samningaviðræður og endnalegt tilboð myndi liggja fyrir að þeim loknum. „Viðræðurnar ganga út á það hvort það sé hægt að auka hagkvæmni í verkinu og við erum bara að vinna að því,“ segir Guðmundur. Guðmundur vildi ekki svara því beint hvort hann væri bjartsýnn á að lending næðist í málið en ef svo yrði væri gert ráð fyrir að endanlegt tilboð lægi fyrir í júní og verksamningur í júlí. Að sögn Guðmundar myndu undirbúningsframkvæmdir hefjast strax í sumar eða haust en þær yrðu unnar samhliða endanlegri hönnun verksins. Undirbúningurinn felst meðal annars í jarðvinnu á brúarstæðunum og að „koma sér út í eyjuna“, eins og Guðmundur kemst að orði. Umrædd eyja er Efri-Laugardælaeyja, þar sem reistur verður 60 metra hár turn. Enn er stefnt að því að framkvæmdinni ljúki haustið 2027. Ítarlegar upplýsingar um verkið má finna á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Árborg Tengdar fréttir Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Aðeins eitt tilboð barst í byggingu brúar yfir Ölfusá ÞG verktakar ehf. var eina fyrirtækið sem gerði tilboð í hönnun og byggingu brúar yfir Ölfusá. Tilboð voru opnuð í dag. Fimm aðilar höfðu lýst yfir áhuga á verkefninu og höfðu útboðsgögn til skoðunar. 12. mars 2024 16:17