Sara upp um tíu sæti á heimslistanum en tvær íslenskar fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 09:31 Sara Sigmundsdóttir er á uppleið á heimslistanum en hún þarf að gera mjög vel í undanúrslitamótinu í Frakklandi um næstu helgi ætli hún að komast aftur á heimsleikana. @sarasigmunds Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað bestu í heimi á nýjum heimslista CrossFit samtakanna en hann var gefinn út áður en undanúrslitamótin fara fram. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira