Fyrir ykkur, Blessing, Mary og Esther Guðrún Árnadóttir og Þorgerður Jörundsdóttir skrifa 13. maí 2024 07:31 Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mæðradagurinn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er mæðradagurinn í dag þegar við skrifum þessa grein. Dagur sem okkur öllum þykir vænt um. Á einhvern hátt þráum við öll að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Okkur langar að segja frá Blessing, Mary og Esther. Hvernig við höfum tengst þeim og hvernig það er að þykja vænt um þær. Það liggur mikið við og myndirnar sem koma upp í hugann eru brotakenndar. Okkur langar til að segja frá hve gjafmild Blessing er. Hve mikinn innri styrk hún getur sýnt. Okkur langar til að segja frá því hvað Esther er ung, hversu brothætt og feimin hún er. Okkur langar til að segja frá reisn Mary og brosmildi. Okkur langar að segja frá símtalinu sem við áttum við þær. Þegar þær hringdu í okkur frá Hólmsheiði, hvernig þær töluðu hver ofan í aðra, ákafann og feginleikann í röddinni þegar þær loksins fengu að hringja og heyra í vinum. Okkur langar að segja frá því þegar við fórum allar saman í göngutúr við Bessastaði og þær grínuðust með það hvort þær mættu banka uppá. Bara, að við hefðum gert það. Í þeirri gönguferð sögðu þær okkur sögur af því þegar þær sóttu vatn sem litlar stelpur og Blessing bætti við: Það er hættulegt fyrir stúlku að vera ein að sækja vatn. Við tíndum álftafjaðrir og dáðumst að umhverfinu. Við gengum, spjölluðum og þær töluðu um hvað þeim finndist gott að vera úti á hreyfingu í fersku lofti og hætta um stund að hugsa um óvissuna og biðina. Á kvenréttindadaginn stóðum við með þeim á Arnarhóli í hafsjó íslenskra kvenna og æptum slagorðin með þeim öllum. Þessar penu, kurteisu og orðvöru vinkonur okkar fengu loksins, eftir allar sínar þjáningar og þrautagöngur, að gleyma sér, týna sér í fjöldanum og þær trúðu varla eigin eyrum þegar þær heyrðu sjálfar sig hrópa: Fokk feðraveldið! Þær litu undrandi og flissandi hver á aðra þegar þær tóku sér orðin í munn. Fyrir framan stjórnarráðið komum við auga á konur sem voru að undirbúa feminískan gjörning. Þegar í ljós kom að gjörningurinn fólst í því að dansa og syngja lyftist brúnin á vinkonum okkar og að sjálfsögðu vildu þær taka þátt. Og þær dönsuðu! Á þrepum stjórnarráðsins dönsuðum við og sungum um nauðganir og mansal. Við sungum fullum hálsi: Refsingin er kúgun, sýnileg og dulin! Við sungum: Það er kúgandi ríki í karlrembulíki. Því gerandinn ert þú! Já nauðgarinn ert þú! Það eru löggur, dómarar, sýslumenn og ráðherrar! Það er súrrealískt að minnast þess að þarna stóðum við með vinkonum okkar, systrum okkar, dætrum og mæðrum og fögnuðum frelsi kvenna. Sumra. Ári síðar stóðum við á samkomu í Kolaportinu. Þær höfðu fundið í sér kjark og dug til að skrifa ræðu og þarna stóðu þær saman á sviðinu þar sem Mary talaði hátt og snjallt á íslensku fyrir munn þeirra allra og sagði frá lífi þeirra í neyðarskýli Rauða krossins. Við erum svo lánsamar að hafa mega tengst þessum konum. Það er gott að þykja vænt um þær. Það er lán að tengjast, elska og sýna öðrum umhyggju. Guðrún ÁrnadóttirÞorgerður Jörundsdóttir
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun