Hellti sér yfir EBU að lokinni keppni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 22:41 Bambie hefur talað máli Palestínu í Malmö og var ósátt við framgöngu EBU í keppninni. Getty Bambie Thug, sem flutti framlag Írlands í Eurovision, sendi Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) kaldar kveðjur að lokinni keppni í gærkvöldi. Hán segir sambandið hafa brugðist. Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“ Eurovision Írland Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“
Eurovision Írland Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira