Hellti sér yfir EBU að lokinni keppni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 22:41 Bambie hefur talað máli Palestínu í Malmö og var ósátt við framgöngu EBU í keppninni. Getty Bambie Thug, sem flutti framlag Írlands í Eurovision, sendi Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) kaldar kveðjur að lokinni keppni í gærkvöldi. Hán segir sambandið hafa brugðist. Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“ Eurovision Írland Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“
Eurovision Írland Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira