Hellti sér yfir EBU að lokinni keppni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 22:41 Bambie hefur talað máli Palestínu í Malmö og var ósátt við framgöngu EBU í keppninni. Getty Bambie Thug, sem flutti framlag Írlands í Eurovision, sendi Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) kaldar kveðjur að lokinni keppni í gærkvöldi. Hán segir sambandið hafa brugðist. Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“ Eurovision Írland Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Bambie lagði fyrr í vikunni fram kvörtun til EBU vegna ummæla lýsanda keppninnar í Ísrael. Varaði hann sérstaklega við atriðinu, þar sem það innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Réttast væri að forða börnum frá sjónvarpsskjánum. Bambie hefur opinskátt talað máli Palestínu þegar ástandið á Gasa-svæðinu hefur verið til umræðu í kringum keppnina. Að loknu úrslitakvöldinu mætti hán á blaðamannafund og var greinilega tilbúið að tala opinskátt um það sem átti sér stað bakvið tjöldin í deilum við ýmsa aðila, sérstaklega EBU. „Nú þegar ég er frjáls, þá má ég tala um allt, er það ekki?“ spurði Bambie í upphafi fundarins. Bambie segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá EBU vegna kvörtunarinnar, sem hafi gert írska hópinn að skotmarki í umræðunni. „Sjónvarpsstöðin braut reglur og ég vona að þeim verði ekki leyft að keppa á næsta ári vegna þess. En bakvið tjöldin höfum við verið að leggja mikla pressu og mikla vinnu á okkur til að breyta hlutum og ég er svo stolt af Nemo fyrir að sigra. Ég er svo stolt af því að við erum öll í topp 10 sem höfum barist fyrir þessu, bakvið tjöldin. Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er mjög stolt af okkur.“ Hán vandar EBU ekki kveðjurnar. „Ég vil bara segja að við erum Eurovision, EBU er ekki Eurovsion. Fari þau til fjandans. Mér er alveg sama á þessum tímapunkti.“
Eurovision Írland Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira