„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 13:50 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“ Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“
Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira