Söfn í þágu fræðslu og rannsókna Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. maí 2024 12:01 Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn og er yfirskrift hans Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Fræðsla og rannsóknir eru nátengd hlutverk í starfsemi safna og geta ekki án hvors annars verið. En ef safn á að sinna fræðslu þarf að byggja á rannsóknum. Og ef safn á að stunda rannsóknir þarf það að leita sér þekkingar. Sé horft út fyrir veggi safna í þessu samhengi, leika þau eitt megin hlutverkið í samfélaginu þegar kemur að fræðslu og rannsóknum. Þeim er skylt að vera opin öllum og til þeirra leita leikir og lærðir um margvíslega fræðslu. Í þeirri leit fer hver og einn í rannsóknarleiðangur, á meðan aðrir vilja kafa dýpra og leita náða hjá söfnum með aðgang að þeim heimildum sem þau varðveita. Söfnin eru þannig hornsteinn rannsókna í landinu og án þeirra væri aumlegt um að litast í þeim efnum. Söfnin hafa frá fyrstu tíð horft til framtíðar, til framtíðarkynslóða. En á sama tíma og þau þjóna þeim einstaklingum og samfélögum sem lífsandinn blæs um, eru þau alltaf með vakandi augu fyrir því sem gerist á morgun, á næstu árum og næstu áratugum. Þau eru vakandi fyrir þær kynslóðir sem eiga eftir að líta dagsins ljós og munu hafa forvitni fyrir því hvað það var sem gengnar kynslóðir hugsuðu og tóku sér fyrir hendur. Til að það sé mögulegt, stunda söfn söfnun á heimildum af fjölbreyttu tagi og byggja upp heimildakost um fortíð og samtíð. Sumar af þessum heimildum eru hafðar til sýnis á sýningum safna, en stóran hluta þeirra eru finna í varðveisluhúsnæði safnanna, þar sem fram fara ýmsar rannsóknir. Flestar af þeim rannsóknum fara hljóðlega og verpast inn í daglegan rekstur safnanna, á meðan aðrar springa út og er deilt með ýmsum hætti; með sýningum, með viðburðum, í bókum, í sjónvarpsefni, kvikmyndum, á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum, með fjölbreyttri miðlun til ferðafólks, að ógleymdum þeim þúsundum nemenda á öllum skólastigum landsins sem sækja til þeirra menntun og innblásturs ár hvert. Sú þversögn blasir við að á sama tíma og menntunarstig þjóðarinnar hefur aldrei verið meira (og það er að mörgu leiti söfnum að þakka!), áhersla hefur verið á nýsköpun og að efla eigi möguleika ferðamanna til að kynnast landi og þjóð, þá stafar ógn að fræðslu og rannsóknar hlutverki safna. Í stað þess að standa vörð um þéttriðið net gamalgróina safna víða um land og ýta undir fræðslu og rannsóknir á þeirra vegum, hefur söfnum af ýmsu tagi verið lokað og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að sinna þessum hlutverkum. Þeir sem bera ábyrgð á þessu þversagnakennda ástandi telja sér margir trú um að stafræn þróun muni leysa söfn af hólmi. Þeir aðilar virðast hins vegar gleyma því að án efniviðs safna hefur stafræn þróun úr takmörkuðum efnum að moða. Við þessar aðstæður mætti fólk huga betur að safnahugsjóninni og íhuga hvaða tækifæri felast í henni. Söfn eru staðir menntunar, minninga og hverskonar lífsleikni og færni, og sem slík hafa þau mætt áskorunum hvers tíma. Söfn landsins eru einn helsti vitnisburðurinn um það afl sem getur búið í samtakamætti fólks. Þúsundir einstaklinga, félagasamtök og síðar fulltrúar þess opinbera, ríkis og sveitarfélaga, hafa fylgt sér um þá hugmynd að söfn auki lífsgæði fólks. Söfn í þágu fræðslu og rannsókna styðja við þau markmið. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun