Halda áfram kaupum á íslenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum
![Þótt vægi erlendra fjárfesta í innlendum ríkisbréfum sé búið að hækka nokkuð að undanförnu þá er eignarhald þeirra hverfandi í samanburði við önnur vestræn ríki.](https://www.visir.is/i/563E363AD3D301313E88545532A7F2AF8B011BCF8E210AB7A61BEA844F29EB33_713x0.jpg)
Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/8367C9213DF7B39CBC5437232D862239A9508F936C4ECF99D94EBC2AEC8003FA_308x200.jpg)
Háir langtímavextir vestanhafs minnka áhuga fjárfesta á „framandi“ mörkuðum
Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.