Hraðhleðslur spretta upp sem gorkúlur - tvær opna á Þórshöfn Brimborg 14. maí 2024 10:35 Hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landnið eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com). Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum. Brimborg Bílorka opnar tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið. Hraðhleðslustöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðsvegar um landið undanfarin ár og eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com) með hátt í 400 hraðhleðslutengi sem hefur gert ferðalög á rafbílum sífellt þægilegri. Norðausturhornið hefur setið á hakanum en nú verður breyting á. N1 skálinn á Þórshöfn Uppsetning hraðhleðslustöðva Bílorku er í samstarfi við Gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn. Önnur þeirra er sett upp við ENN 1 SKÁLANN og hin er við gistiheimilið sjálft. Sú stöð mun einnig nýtast viðskiptavinum nýs veitingastaðar Holtið Kitchen Bar sem opnar í sumar í félagsheimili staðarins og mun laða að enn fleiri ferðamenn til Þórshafnar. Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum og meðal annars þá öflugustu á landinu sem er 600 kW stöð í Reykjanesbæ sem getur hlaðið 8 rafknúin ökutæki í einu. Markmið Brimborgar Bílorku er að efla samkeppni á rafhleðslumarkaði og bjóða framúrskarandi þjónustustig sem er það sem af er ári 99,4%. Auðveld uppsetning, lægra hraðhleðsluverð Stöðvarnar á Þórshöfn eru sérlega hentugar fyrir minni þéttbýlisstaði þar sem þær eru auðveldar í uppsetningu og krefjast ekki mikillar orku og því nýtist umframorka á uppsetningarstað. Sökum þess er hraðhleðsluverðið mjög hagstætt. Hvor stöð er 30 kW með einu CCS tengi og getur stöðin bætt við um 100 km af drægni á 40 mínútum fyrir meðalstóran rafbíl. Þegar umferð rafbíla eykst á svæðinu er síðan hægt að fjölga stöðvum eða stækka þær. Hraðhleðslustöð á N1 skálanum á Þórshöfn Einfalt er að hefja hleðslu í hraðhleðslustöðvunum með e1 appinu eða hleðslulykli því tengdu og appið er einnig notað til að greiða fyrir hleðsluna. Í e1 appinu er að finna verðskrá fyrir hleðslustöðvarnar, staðsetningu og allar hleðsluupplýsingar. Lægri ferðakostnaður á rafbíl og betri nýting á raforkukerfinu Rafbílar eru einstaklega hagstæðir í rekstri enda nýta þeir orkuna mun betur en aðrar gerðir bíla, íslenska raforkan er ódýrari og svo er viðhaldskostnaður rafbíla minni. Rafbílar geta verið allt að 76% ódýrari í rekstri á ársgrundvelli sem lækkar ferðakostnað innlendra sem erlendra ferðamanna og hjálpar til að dreifa ferðamönnum betur um landið. En rafbílar eru ekki eingöngu ódýrari í rekstri heldur losa þeir engar gróðurhúsalofttegundir né mengandi efni við aksturinn. Þeir auka nýtingu raforkukerfisins þar sem þeir nýta lausa umframorku bæði yfir daginn og nóttina og ekki síður á sumrin þegar orkunotkun Íslendinga er í lágmarki. Það eflir orkuöryggi Íslands og eykur arðsemi flutnings- og dreifikerfis raforku sem nýta má til að styrkja það enn frekar. Hraðhleðslustöðvarnar opna norðausturhornið fyrir rafbílanotendum Tilkoma stöðvanna mun ýta undir rafbílaumferð á svæðið en hingað til hafa rafbílanotendur, innlendir sem erlendir ferðamenn, veigrað sér við að ferðast á norðausturhornið vegna skorts á hleðslumöguleikum. Hraðhleðslustöð hjá gistiheimlinu Þingholti á Þórshöfn „Þetta framfararskref sem beðið hefur verið eftir, er klárlega liður í því að auðvelda ferðamönnum að sækja svæðið heim. Þar sem sífellt fleiri Íslendingar kjósa að keyra um á rafbílum og bílaleigurnar bjóða meira úrval rafbíla til erlendra ferðamanna er ljóst að umferð rafbíla mun aukast og einnig á norðausturhornið. Dreifing ferðamanna víðar um landið hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustuaðila og fyrirtæki í tengdri starfsemi. Ferðaþjónusta á svæðinu er vaxandi grein en ferðamannatímabilið er þó enn tiltölulega stutt svona norðarlega og því skiptir hver ferðamaður máli“ segja Karen og Ólafur, eigendur Gistiheimilisins Lyngholts og rekstraraðilar ENN 1 SKÁLANS á Þórshöfn. Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Orkumál Umhverfismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hraðhleðslustöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðsvegar um landið undanfarin ár og eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com) með hátt í 400 hraðhleðslutengi sem hefur gert ferðalög á rafbílum sífellt þægilegri. Norðausturhornið hefur setið á hakanum en nú verður breyting á. N1 skálinn á Þórshöfn Uppsetning hraðhleðslustöðva Bílorku er í samstarfi við Gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn. Önnur þeirra er sett upp við ENN 1 SKÁLANN og hin er við gistiheimilið sjálft. Sú stöð mun einnig nýtast viðskiptavinum nýs veitingastaðar Holtið Kitchen Bar sem opnar í sumar í félagsheimili staðarins og mun laða að enn fleiri ferðamenn til Þórshafnar. Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum og meðal annars þá öflugustu á landinu sem er 600 kW stöð í Reykjanesbæ sem getur hlaðið 8 rafknúin ökutæki í einu. Markmið Brimborgar Bílorku er að efla samkeppni á rafhleðslumarkaði og bjóða framúrskarandi þjónustustig sem er það sem af er ári 99,4%. Auðveld uppsetning, lægra hraðhleðsluverð Stöðvarnar á Þórshöfn eru sérlega hentugar fyrir minni þéttbýlisstaði þar sem þær eru auðveldar í uppsetningu og krefjast ekki mikillar orku og því nýtist umframorka á uppsetningarstað. Sökum þess er hraðhleðsluverðið mjög hagstætt. Hvor stöð er 30 kW með einu CCS tengi og getur stöðin bætt við um 100 km af drægni á 40 mínútum fyrir meðalstóran rafbíl. Þegar umferð rafbíla eykst á svæðinu er síðan hægt að fjölga stöðvum eða stækka þær. Hraðhleðslustöð á N1 skálanum á Þórshöfn Einfalt er að hefja hleðslu í hraðhleðslustöðvunum með e1 appinu eða hleðslulykli því tengdu og appið er einnig notað til að greiða fyrir hleðsluna. Í e1 appinu er að finna verðskrá fyrir hleðslustöðvarnar, staðsetningu og allar hleðsluupplýsingar. Lægri ferðakostnaður á rafbíl og betri nýting á raforkukerfinu Rafbílar eru einstaklega hagstæðir í rekstri enda nýta þeir orkuna mun betur en aðrar gerðir bíla, íslenska raforkan er ódýrari og svo er viðhaldskostnaður rafbíla minni. Rafbílar geta verið allt að 76% ódýrari í rekstri á ársgrundvelli sem lækkar ferðakostnað innlendra sem erlendra ferðamanna og hjálpar til að dreifa ferðamönnum betur um landið. En rafbílar eru ekki eingöngu ódýrari í rekstri heldur losa þeir engar gróðurhúsalofttegundir né mengandi efni við aksturinn. Þeir auka nýtingu raforkukerfisins þar sem þeir nýta lausa umframorku bæði yfir daginn og nóttina og ekki síður á sumrin þegar orkunotkun Íslendinga er í lágmarki. Það eflir orkuöryggi Íslands og eykur arðsemi flutnings- og dreifikerfis raforku sem nýta má til að styrkja það enn frekar. Hraðhleðslustöðvarnar opna norðausturhornið fyrir rafbílanotendum Tilkoma stöðvanna mun ýta undir rafbílaumferð á svæðið en hingað til hafa rafbílanotendur, innlendir sem erlendir ferðamenn, veigrað sér við að ferðast á norðausturhornið vegna skorts á hleðslumöguleikum. Hraðhleðslustöð hjá gistiheimlinu Þingholti á Þórshöfn „Þetta framfararskref sem beðið hefur verið eftir, er klárlega liður í því að auðvelda ferðamönnum að sækja svæðið heim. Þar sem sífellt fleiri Íslendingar kjósa að keyra um á rafbílum og bílaleigurnar bjóða meira úrval rafbíla til erlendra ferðamanna er ljóst að umferð rafbíla mun aukast og einnig á norðausturhornið. Dreifing ferðamanna víðar um landið hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustuaðila og fyrirtæki í tengdri starfsemi. Ferðaþjónusta á svæðinu er vaxandi grein en ferðamannatímabilið er þó enn tiltölulega stutt svona norðarlega og því skiptir hver ferðamaður máli“ segja Karen og Ólafur, eigendur Gistiheimilisins Lyngholts og rekstraraðilar ENN 1 SKÁLANS á Þórshöfn.
Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Orkumál Umhverfismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira