Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi!
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun