„Þetta var bara sturlað“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 21:46 Jóhann Þór hafði ástæðu til að glotta í kvöld (þó svo að myndin hafi reyndar verið tekin í síðasta leik) Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mættur í viðtal til Andra Más Eggertssonar eftir stórsigur á Keflavík í kvöld, 96-71. Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira