Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 22:19 Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. Íslenska liðið var miklu betra frá fyrstu mínútu og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Það varð því fljótt ljóst í hvað stefndi og Eistarnir tóku leikhlé strax á níundu mínútu í stöðunni 7-2, Íslandi í vil. Vísir/Hulda Margrét Gestirnir héldu í við íslensku strákana næstu mínútur eftir leikhléið, en íslenska liðið steig fljótt á bensíngjöfina á ný og náði tíu marka forskoti í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 19-9 eftir rétt rúmlega 20 mínútna leik. Eistar tóku annað leikhlé skömmu eftir það, en einbeittir Íslendingar höfðu enn öll völd á vellinum og leiddu með 14 mörkum í hálfleik, staðan 26-12. Vísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur var svo beint framhald af þeim fyrri. Íslenska liðið gat leyft að slaka á, en virtist ekki hafa nokkurn áhuga á því. Íslensku strákarnir tóku fótinn aldrei af bensíngjöfinni og náðu 20 marka forskoti í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 36-16 þegar enn voru rúmar 15 mínútur til leiksloka. Vísir/Hulda Margrét Það er í raun lítið meira sem hægt er að segja um síðari hálfleikinn sem hótaði því aldrei að verða neitt annað en kapphlaup Íslendinga um að vinna sem stærstan sigur. Kristallaðist það helst í því að síðasta mark leiksins skoraði liðið á sömu sekúndu og tíminn rann út þegar Orri Freyr Þorkelsson þaut fram í hraðaupphlaup og skoraði fimmtugasta mark Íslands. Orri skorar síðasta mark leiksins á síðustu sekúndu leiksins.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Ekki er hægt að benda á eitthvað atvik sem breytti gangi leiksins, enda var leikurinn einstefna frá upphafi til enda. Mögulega væri hægt að benda á þær fjölmörgu sendingar fyrir aftan bak sem rötuðu á samherja í íslensku sókninni, eða mörk íslensku markvarðanna yfir allann völlinn. Þá var einnig virkilega skemmtilegt að sjá íslenska liðið keyra fram á síðustu stundu og skora fimmtugasta markið á síðustu sekúndu leiksins. Vísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Íslenska liðið er fullt af stjörnum eftir leik kvöldsins. Ómar Ingi Magnússon var líklega fremstur meðal jafningja með 12 mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti við átta mörkum og sex stoðsendingum. Vísir/Hulda Margrét Dómararnir Slóvakísku dómararnir Boris Mandak og Mario Rudinsky skiluðu sínu hlutverki vel, enda lítið sem ekkert um vafaatriði í leik sem þessum. Þeirra helsta framlag til leiksins var að minna Sigvalda Björn Guðjónsson ítrekað á að hann þyrfti að fara út fyrir punktalínu á meðan íslenska liðið tók aukakast. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi verið svo gott sem búinn snemma í fyrri hálfleik verður ekkert tekið af stemningu áhorfenda í kvöld. Troðfull Laugardalshöll og stuðningsfólk íslenska liðsins lét vel í sér heyra allan tímann með Sérsveitina í fararbroddi. Vísir/Hulda Margrét HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur“ Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 22:09 Þakklátur eftir fyrsta landsleikinn: „Tek bara einn dag fyrir í einu“ Einar Bragi Aðalsteinsson lék sinn fyrsta leik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 21:57 „Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sgaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 21:50
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. Íslenska liðið var miklu betra frá fyrstu mínútu og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Það varð því fljótt ljóst í hvað stefndi og Eistarnir tóku leikhlé strax á níundu mínútu í stöðunni 7-2, Íslandi í vil. Vísir/Hulda Margrét Gestirnir héldu í við íslensku strákana næstu mínútur eftir leikhléið, en íslenska liðið steig fljótt á bensíngjöfina á ný og náði tíu marka forskoti í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 19-9 eftir rétt rúmlega 20 mínútna leik. Eistar tóku annað leikhlé skömmu eftir það, en einbeittir Íslendingar höfðu enn öll völd á vellinum og leiddu með 14 mörkum í hálfleik, staðan 26-12. Vísir/Hulda Margrét Síðari hálfleikur var svo beint framhald af þeim fyrri. Íslenska liðið gat leyft að slaka á, en virtist ekki hafa nokkurn áhuga á því. Íslensku strákarnir tóku fótinn aldrei af bensíngjöfinni og náðu 20 marka forskoti í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 36-16 þegar enn voru rúmar 15 mínútur til leiksloka. Vísir/Hulda Margrét Það er í raun lítið meira sem hægt er að segja um síðari hálfleikinn sem hótaði því aldrei að verða neitt annað en kapphlaup Íslendinga um að vinna sem stærstan sigur. Kristallaðist það helst í því að síðasta mark leiksins skoraði liðið á sömu sekúndu og tíminn rann út þegar Orri Freyr Þorkelsson þaut fram í hraðaupphlaup og skoraði fimmtugasta mark Íslands. Orri skorar síðasta mark leiksins á síðustu sekúndu leiksins.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Ekki er hægt að benda á eitthvað atvik sem breytti gangi leiksins, enda var leikurinn einstefna frá upphafi til enda. Mögulega væri hægt að benda á þær fjölmörgu sendingar fyrir aftan bak sem rötuðu á samherja í íslensku sókninni, eða mörk íslensku markvarðanna yfir allann völlinn. Þá var einnig virkilega skemmtilegt að sjá íslenska liðið keyra fram á síðustu stundu og skora fimmtugasta markið á síðustu sekúndu leiksins. Vísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Íslenska liðið er fullt af stjörnum eftir leik kvöldsins. Ómar Ingi Magnússon var líklega fremstur meðal jafningja með 12 mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti við átta mörkum og sex stoðsendingum. Vísir/Hulda Margrét Dómararnir Slóvakísku dómararnir Boris Mandak og Mario Rudinsky skiluðu sínu hlutverki vel, enda lítið sem ekkert um vafaatriði í leik sem þessum. Þeirra helsta framlag til leiksins var að minna Sigvalda Björn Guðjónsson ítrekað á að hann þyrfti að fara út fyrir punktalínu á meðan íslenska liðið tók aukakast. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi verið svo gott sem búinn snemma í fyrri hálfleik verður ekkert tekið af stemningu áhorfenda í kvöld. Troðfull Laugardalshöll og stuðningsfólk íslenska liðsins lét vel í sér heyra allan tímann með Sérsveitina í fararbroddi. Vísir/Hulda Margrét
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur“ Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 22:09 Þakklátur eftir fyrsta landsleikinn: „Tek bara einn dag fyrir í einu“ Einar Bragi Aðalsteinsson lék sinn fyrsta leik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 21:57 „Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sgaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 21:50
„Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur“ Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 22:09
Þakklátur eftir fyrsta landsleikinn: „Tek bara einn dag fyrir í einu“ Einar Bragi Aðalsteinsson lék sinn fyrsta leik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 21:57
„Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sgaði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. 8. maí 2024 21:50
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti