Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

Pytlick: „Ís­land átti meira skilið í kvöld“

Danska stórskyttan Simon Pytlic skoraði fimm mörk fyrir Dani í sigrinum á Íslandi í undanúrslitum EM í kvöld og hann var öflugur á lokasprettinum í leiknum þegar danska liðið landaði sigrinum. Pytlick hrósaði íslenska liðinu eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Strákanna okkar á móti Dan­mörku: Hetjuleg frammi­staða gegn heimsmeisturunum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sætið á Evrópumótinu. Þetta var ljóst eftir þriggja marka tap Íslands fyrir Danmörku, 31-28, í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var til mikillar fyrirmyndar en fjórfaldir heimsmeistarar Dana náðu yfirhöndinni um miðjan seinni hálfleik og lönduðu sigrinum.

Handbolti
Fréttamynd

„Voða­lega eru Ís­lendingarnir peppaðir“

Guðni Th. Jóhannesson segir að fámenn stuðningsmannasveit Íslands í Herning í kvöld eigi eftir að láta vel í sér heyra og hjálpa strákunum okkar að sækja sigur, slíkt hafi gerst áður. Guðni rifjaði upp glæsta sigra Íslands gegn Danmörku í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum þurfa eitt­hvað extra til að vinna“

„Menn eru búnir að berjast fyrir þessu mjög lengi, núna erum við komnir og við erum ekki hættir. Maður skynjar það alveg á strákunum“ segir Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins fyrir slaginn gegn Danmörku í kvöld. Mögulega mun Ísland koma andstæðingnum aðeins á óvart. 

Handbolti
Fréttamynd

„Eins og Gísli Þor­geir en getur líka skotið fyrir utan“

„Ef þú myndir hitta hann úti á götu myndirðu ekki halda að hann væri einhver frábær handboltamaður, þú myndir frekar skjóta á að hann væri bókasafnsvörður“ segir Jóhann Gunnar Einarsson um Mathias Gidsel, einn besta leikmann Danmerkur sem mætir Íslandi í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum

Íslendingar verða í miklum minnihluta þegar strákarnir okkar mæta Dönum í undanúrslitum á EM karla í handbolta í Herning í kvöld. Markmið strákanna okkar er að þagga niður í þúsundum stuðningsfólks.

Handbolti
Fréttamynd

„Lang­stærsta prófið“ en Danir hafa mis­stigið sig

Strákarnir okkar munu þurfa að spila sinn allra besta leik til þess að skáka Dönum á þeirra heima­velli í undanúr­slitunum í dag. Einar Jóns­son, hand­boltasér­fræðingur, segir að mögu­leikinn á ís­lenskum sigri sé til staðar, á góðum degi sé ís­lenska lands­liðið eitt það besta í heimi.

Handbolti
Fréttamynd

„Megum ekki gleyma því að við erum frá­bærir líka“

„Þetta er bara geðveikt. Það er gaman að koma inn í höllina og finna aðeins andrúmsloftið sem verður hérna á næstu dögum,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við Vísi þegar hann var tekinn tali skömmu fyrir æfingu landsliðsins í Herning í gær.

Handbolti
Fréttamynd

„Þá myndu þeir ljúga að mér“

Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn íslenska landsliðsins vera vel í stakk búna fyrir verkefni dagsins er liðið mætir Dönum í undanúrslitum á EM í Herning.

Handbolti
Fréttamynd

„Aðrir sjá um að tuða yfir því“

Þrátt fyrir misheppnaða rútuferð, aukið álag, miðamál í ólestri er Bjarki Már Elísson helst spenntur fyrir því að takast á við Dani í undanúrslitum á EM í dag. Það hefur ekkert upp á sig að spá í hitt bullið.

Handbolti
Fréttamynd

Aldrei séð Dag svona reiðan

Dagur Sigurðsson lét ráðamenn EHF, Handknattleikssambands Evrópu, gjörsamlega heyra það á blaðamannafundi í Herning í gær. Króatískir miðlar segja Dag hafa reiðst sérstaklega við tíðindi sem hann fékk á miðvikudagskvöld.

Handbolti