Betur má ef duga skal Kristinn Árni L. Hróbjartsson skrifar 8. maí 2024 14:31 Í næstu viku verður Nýsköpunarvikan haldin hátíðleg en hún er árlegur viðburður þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði. Nú eru liðin tvö ár síðan við hjá Running Tide tilkynntum á Ok bye, einum af viðburðum Nýsköpunarvikunnar, að við ætluðum að hefja starfsemi á Íslandi til að rannsaka og þróa aðferðir til varanlegrar kolefnisbindingar - iðnað sem enginn óskaði sér að við þyrftum, en við þurfum, og það hratt. Varanleg kolefnisbinding - ein stóru áskorana 21. aldarinnar Á síðustu árhundruðum höfum við mannfólkið dælt upp kolefni úr hægu kolefnishringrásinni (t.d. jarðefnaeldsneyti - kolefni í geymslu), brennt það, og komið því fyrir í hröðu kolefnishringrásinni (andrúmslofti og efstu lögum sjávar). Við komum náttúrulegu flæði á milli kerfa í ójafnvægi, sem leiddi til breytinga á veður- og vistkerfum sem eru nú þegar farnar að valda okkur ómældu tjóni. Eina leiðin til að bregðast við er að draga snarlega úr losun (minnka skaðann) og skila til baka því sem hægt er (laga til eftir okkur). Þar kemur varanleg kolefnisbinding til sögunnar, en það er samheiti yfir aðferðir sem taka kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni - þ.e. andrúmslofti eða efstu lögum sjávar - og binda það varanlega í þeirri hægu - í jarðlögum, sem steinefni eða djúpt á hafsbotni. Fyrir nokkrum áratugum hefði verið eðlilegt að spyrja „hvort“ við ættum að setja tíma og peninga í að binda kolefni. En vegna þess að okkur hefur ekki tekist að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda þá er það ekki lengur spurning um hvort, heldur bara um hvar, hvenær, og hvernig. Markmiðið er skýrt: samkvæmt Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) þurfum við - heimurinn í sameiningu - að byggja upp þekkingu og getu til að binda varanlega á bilinu 6-10 milljarða tonna af CO2 á ári um miðja öld. Því miður er sama uppi á teningnum í varanlegri kolefnisbindingu og annars staðar í loftslagsmálunum. Í nýrri rannsókn sem birt var í Nature í síðastliðinni viku, kemur fram að ríki heims eigi enn langt í land með að áætlanir þeirra um uppbyggingu á kolefnisbindingu gangi eftir. Betur má ef duga skal. Margar aðferðir en engin töfralausn Margar aðferðir til kolefnisbindingar eru á teikniborðinu, og sumar þeirra, t.d. þær aðferðir sem Running Tide þróar, eru jafnvel áratuga gamlar hugmyndir vísindafólks sem rannsakaði kolefnisbindingu áður en hún varð vinsælt umfjöllunarefni. Aðferðirnar miða flestar að því að herma eða magna upp náttúrulega ferla kolefnisbindingar, til dæmis með því að vinna með kolefni sem plöntur og tré hafa bundið með ljóstillífun og geyma það varanlega í jarðlögum (eins og Charm Industrial) eða djúpt neðansjávar (eins og Running Tide eða Rewind). Önnur taka koltvísýring beint úr andrúmsloftinu (eins og Climeworks eða Heirloom Carbon) og hraða umbreytingu hans í steindir með aðstoð vatns og niðurdælingar í berg (eins og Carbfix eða 4401). Running Tide vinnur að því að magna aðferðir sjávar, sem í dag bindur gífurlegt magn af kolefni með náttúrulegum leiðum. Til þess vinnum við kolefnisflothylki - húðum timburkurl með kalksteini sem verður undirlag undir þörungavöxt á rúmsjó. Með tímanum minnkar flotgetan og að lokum sekkur allt saman á hafsbotn. Vísindafólk okkar nýtir spálíkön og sérhönnuð mælitæki til að tryggja að efnið sökkvi að lágmarki niður fyrir þúsund metra, en þannig er fyrirséð að kolefnið sem er fast í timbrinu og þörungunum binst í hundruð eða þúsundir ára í djúpsjó. Mikill árangur af starfinu nú þegar Á síðustu tveimur árum höfum við: byggt upp frábæra aðstöðu til þörungaræktar og rannsókna í Breið á Akranesi þróað fyrstu útgáfu kolefnisflothylkjanna og prófað eiginleika þeirra í bak og fyrir. þróað mælitæki sem ná 99% uppitíma á rúmsjó, eru sérhönnuð til að mæla og greina kolefnisbindingu og kosta 5-15 sinnum minna en það sem er fyrir á markaðnum (kostnaður við mælitæki er ein stór hindrun við kolefnisbindingu á hafi) þróað hugbúnað til að reikna út bindigetu aðlagað og þróað haffræðileg spálíkön til notkunar við kolefnisbindingu klárað fyrsta fasa rannsóknarverkefnisins með því að fleyta um 19.000 tonnum af kalksteinshúðuðu kurli á rúmsjó í 15 tilraunafleytingum, fylgst með því fljóta og sökkva, mælt og greint og þannig bundið varanlega rúmlega 25.000 tonn af CO2-ígildum - jafnmikið og 12.000 fólksbílar losa á einu ári ræktað stórþörunga á rúmsjó og náð því á mynd - fyrst allra í heiminum rannsakað mögulegar hliðarverkanir á hafsbotn á 30, 1.200, og 3.400 metra dýpi í samstarfi við leiðandi stofnanir á heimsvísu tekið á móti vísindafólki, fjárfestum, og kjörnum fulltrúum erlendra ríkja í heimsókn á Akranes Með þessu höfum við beint sjónum heimsins að þeim tækifærum sem fylgja því að byggja upp nýsköpunar og þróunarstarf tengt hafsækinni, sjálfbærri starfsemi á Íslandi. Að fjármagna það sem enginn vill En allt þetta kostar sitt og við eigum tilvist okkar að þakka alþjóðlegum fjárfestum og styrktaraðilum loftslagslausna, en ekki síður þeim viðskiptavinum sem hafa styrkt hluta rannsókna okkar með kaupum á valkvæðum kolefniseiningum. Þessar valkvæðu einingar nýtast ekki við að leyfa viðbótarlosun og eru ekki hluti af neinu alþjóðlegu kerfi eins og ETS og sala þeirra ein og sér dugar ekki til að fjármagna raunverulegan kostnað við rannsóknirnar eða kolefnisbindinguna sem af þeim stafar. Samt sem áður eru þessir viðskiptavinir einn mikilvægasti hlekkurinn í núverandi umhverfi kolefnisbindingar. Þetta eru alþjóðleg tæknifyrirtæki eins og Microsoft með metnaðarfulla sjálfbærnistefnu sem hafa tekið brot af sjálfbærnifjármagninu og beint því í kaup á valkvæðum einingum til að styrkja rannsóknir og þróun á kolefnisbindingaraðferðum. Áður en þau kaupa einingar vinna þau náið með vísinda- og tæknifólki við greiningar á möguleikum, áhrifum, og virkni aðferðanna, auk þess að rýna teymið sem stendur að baki lausnunum og fyrirætlunum þeirra. Við eigum þessum viðskiptavinum mikið að þakka. Kolefnisbinding er nefnilega þjónusta sem í rauninni enginn vill að sé þörf fyrir. Hvorki við sem vinnum að því að búa hana til, né þau sem þurfa að kaupa hana, því hún er merki um mistök fortíðar og vanmátt okkar og tregðu til að bregðast við vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir. En staðan í dag er sú að annað er ekki hægt, við verðum að gera allt sem við getum. Betur má, ef duga skal. Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide. Running Tide mun taka þátt í opnu húsi á Breið af nýsköpunarvikunni - frekari upplýsingar hér . Einnig geta áhugasamir fundið upplýsingar um starfsemi okkar á Íslandi á vefsíðunni iceland.runningtide.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í næstu viku verður Nýsköpunarvikan haldin hátíðleg en hún er árlegur viðburður þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði. Nú eru liðin tvö ár síðan við hjá Running Tide tilkynntum á Ok bye, einum af viðburðum Nýsköpunarvikunnar, að við ætluðum að hefja starfsemi á Íslandi til að rannsaka og þróa aðferðir til varanlegrar kolefnisbindingar - iðnað sem enginn óskaði sér að við þyrftum, en við þurfum, og það hratt. Varanleg kolefnisbinding - ein stóru áskorana 21. aldarinnar Á síðustu árhundruðum höfum við mannfólkið dælt upp kolefni úr hægu kolefnishringrásinni (t.d. jarðefnaeldsneyti - kolefni í geymslu), brennt það, og komið því fyrir í hröðu kolefnishringrásinni (andrúmslofti og efstu lögum sjávar). Við komum náttúrulegu flæði á milli kerfa í ójafnvægi, sem leiddi til breytinga á veður- og vistkerfum sem eru nú þegar farnar að valda okkur ómældu tjóni. Eina leiðin til að bregðast við er að draga snarlega úr losun (minnka skaðann) og skila til baka því sem hægt er (laga til eftir okkur). Þar kemur varanleg kolefnisbinding til sögunnar, en það er samheiti yfir aðferðir sem taka kolefni úr hröðu kolefnishringrásinni - þ.e. andrúmslofti eða efstu lögum sjávar - og binda það varanlega í þeirri hægu - í jarðlögum, sem steinefni eða djúpt á hafsbotni. Fyrir nokkrum áratugum hefði verið eðlilegt að spyrja „hvort“ við ættum að setja tíma og peninga í að binda kolefni. En vegna þess að okkur hefur ekki tekist að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda þá er það ekki lengur spurning um hvort, heldur bara um hvar, hvenær, og hvernig. Markmiðið er skýrt: samkvæmt Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) þurfum við - heimurinn í sameiningu - að byggja upp þekkingu og getu til að binda varanlega á bilinu 6-10 milljarða tonna af CO2 á ári um miðja öld. Því miður er sama uppi á teningnum í varanlegri kolefnisbindingu og annars staðar í loftslagsmálunum. Í nýrri rannsókn sem birt var í Nature í síðastliðinni viku, kemur fram að ríki heims eigi enn langt í land með að áætlanir þeirra um uppbyggingu á kolefnisbindingu gangi eftir. Betur má ef duga skal. Margar aðferðir en engin töfralausn Margar aðferðir til kolefnisbindingar eru á teikniborðinu, og sumar þeirra, t.d. þær aðferðir sem Running Tide þróar, eru jafnvel áratuga gamlar hugmyndir vísindafólks sem rannsakaði kolefnisbindingu áður en hún varð vinsælt umfjöllunarefni. Aðferðirnar miða flestar að því að herma eða magna upp náttúrulega ferla kolefnisbindingar, til dæmis með því að vinna með kolefni sem plöntur og tré hafa bundið með ljóstillífun og geyma það varanlega í jarðlögum (eins og Charm Industrial) eða djúpt neðansjávar (eins og Running Tide eða Rewind). Önnur taka koltvísýring beint úr andrúmsloftinu (eins og Climeworks eða Heirloom Carbon) og hraða umbreytingu hans í steindir með aðstoð vatns og niðurdælingar í berg (eins og Carbfix eða 4401). Running Tide vinnur að því að magna aðferðir sjávar, sem í dag bindur gífurlegt magn af kolefni með náttúrulegum leiðum. Til þess vinnum við kolefnisflothylki - húðum timburkurl með kalksteini sem verður undirlag undir þörungavöxt á rúmsjó. Með tímanum minnkar flotgetan og að lokum sekkur allt saman á hafsbotn. Vísindafólk okkar nýtir spálíkön og sérhönnuð mælitæki til að tryggja að efnið sökkvi að lágmarki niður fyrir þúsund metra, en þannig er fyrirséð að kolefnið sem er fast í timbrinu og þörungunum binst í hundruð eða þúsundir ára í djúpsjó. Mikill árangur af starfinu nú þegar Á síðustu tveimur árum höfum við: byggt upp frábæra aðstöðu til þörungaræktar og rannsókna í Breið á Akranesi þróað fyrstu útgáfu kolefnisflothylkjanna og prófað eiginleika þeirra í bak og fyrir. þróað mælitæki sem ná 99% uppitíma á rúmsjó, eru sérhönnuð til að mæla og greina kolefnisbindingu og kosta 5-15 sinnum minna en það sem er fyrir á markaðnum (kostnaður við mælitæki er ein stór hindrun við kolefnisbindingu á hafi) þróað hugbúnað til að reikna út bindigetu aðlagað og þróað haffræðileg spálíkön til notkunar við kolefnisbindingu klárað fyrsta fasa rannsóknarverkefnisins með því að fleyta um 19.000 tonnum af kalksteinshúðuðu kurli á rúmsjó í 15 tilraunafleytingum, fylgst með því fljóta og sökkva, mælt og greint og þannig bundið varanlega rúmlega 25.000 tonn af CO2-ígildum - jafnmikið og 12.000 fólksbílar losa á einu ári ræktað stórþörunga á rúmsjó og náð því á mynd - fyrst allra í heiminum rannsakað mögulegar hliðarverkanir á hafsbotn á 30, 1.200, og 3.400 metra dýpi í samstarfi við leiðandi stofnanir á heimsvísu tekið á móti vísindafólki, fjárfestum, og kjörnum fulltrúum erlendra ríkja í heimsókn á Akranes Með þessu höfum við beint sjónum heimsins að þeim tækifærum sem fylgja því að byggja upp nýsköpunar og þróunarstarf tengt hafsækinni, sjálfbærri starfsemi á Íslandi. Að fjármagna það sem enginn vill En allt þetta kostar sitt og við eigum tilvist okkar að þakka alþjóðlegum fjárfestum og styrktaraðilum loftslagslausna, en ekki síður þeim viðskiptavinum sem hafa styrkt hluta rannsókna okkar með kaupum á valkvæðum kolefniseiningum. Þessar valkvæðu einingar nýtast ekki við að leyfa viðbótarlosun og eru ekki hluti af neinu alþjóðlegu kerfi eins og ETS og sala þeirra ein og sér dugar ekki til að fjármagna raunverulegan kostnað við rannsóknirnar eða kolefnisbindinguna sem af þeim stafar. Samt sem áður eru þessir viðskiptavinir einn mikilvægasti hlekkurinn í núverandi umhverfi kolefnisbindingar. Þetta eru alþjóðleg tæknifyrirtæki eins og Microsoft með metnaðarfulla sjálfbærnistefnu sem hafa tekið brot af sjálfbærnifjármagninu og beint því í kaup á valkvæðum einingum til að styrkja rannsóknir og þróun á kolefnisbindingaraðferðum. Áður en þau kaupa einingar vinna þau náið með vísinda- og tæknifólki við greiningar á möguleikum, áhrifum, og virkni aðferðanna, auk þess að rýna teymið sem stendur að baki lausnunum og fyrirætlunum þeirra. Við eigum þessum viðskiptavinum mikið að þakka. Kolefnisbinding er nefnilega þjónusta sem í rauninni enginn vill að sé þörf fyrir. Hvorki við sem vinnum að því að búa hana til, né þau sem þurfa að kaupa hana, því hún er merki um mistök fortíðar og vanmátt okkar og tregðu til að bregðast við vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir. En staðan í dag er sú að annað er ekki hægt, við verðum að gera allt sem við getum. Betur má, ef duga skal. Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide. Running Tide mun taka þátt í opnu húsi á Breið af nýsköpunarvikunni - frekari upplýsingar hér . Einnig geta áhugasamir fundið upplýsingar um starfsemi okkar á Íslandi á vefsíðunni iceland.runningtide.com.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun