Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 11:00 Anthony Edwards hefur farið fyrir liði Minnesota Timberwolves sem er að gera frábæra hluti í úrslitakeppni NBA í ár. Getty/Matthew Stockman Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network)
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira