Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 07:30 Andrew Nembhard reynir að komast framhjá vörn Donte DiVincenzo á meðan að Jalen Brunson kemst áfram með boltann en hann skoraði 43 stig í gærkvöld. AP/Frank Franklin II New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki. NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki.
NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira