Umræðan um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar 7. maí 2024 07:30 Í kjölfar Pallborðsþáttar á Vísi fyrir nokkrum vikum hafa skoðanagreinar um dánaraðstoð ratað á miðilinn. Þar sem ég tók þátt í umræðunum í þættinum vil ég nota þetta tækifæri til að koma á framfæri nokkrum atriðum sem mér þykir nauðsynlegt að fái pláss í umræðu um þetta málefni. Dánaraðstoð er hugtak sem best fer á að nota sem nokkurs konar regnhlífarhugtak yfir tvenns konar athafnir læknis til að stytta líf sjúklings sem hefur ólæknandi, sársaukafullan sjúkdóm og lækning er ekki líkleg til að koma fram á næstunni: líknardráp og læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í sumum löndum er líknardráp leyft samkvæmt lögum en þá veitir læknir sjúklingi lyf sem leiðir til dauða sjúklingsins. Í öðrum löndum er læknir ekki beinn þátttakandi í því að taka líf sjúklingsins heldur skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn tekur sjálfur inn. Slík aðstoð er því nokkurs konar læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í mörgum löndum hafa báðar leiðir verið færðar í lög og hefur sjúklingurinn því val. Á undanförnum árum hefur mér fundist umræðan á Íslandi mest snúist um að leyfa líknardráp þótt vissulega hafi einnig verið rætt um aðstoð lækna við sjálfsvíg. Umræða um dánaraðstoð er bæði eðlileg og góð. Hún er eðlileg þar sem framangreind form dánaraðstoðar eru til staðar í fjölmörgum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við hljótum að gera ráð fyrir því að löggjafi í þessum löndum telji sig hafa góðar ástæður fyrir slíkum lagabreytingum. Og hún er góð því hún hefur minnkað skaðlega og einhliða umfjöllun sem hefur stundum verið særandi. Það er til dæmis ekki til gagns að ræða um dánaraðstoð eins og hún sé einfaldlega siðferðilega ámælisverð, eins og lengi var gert. Bæði má finna til ágætis siðferðileg rök fyrir dánaraðstoð (sem í grunninn snýst ávallt um að minnka þjáningu) og svo geta það reynst hræðilega særandi skilaboð til aðstandenda sem hafa farið í gegnum langt sorgarferli að leiðin sem valin var hafi verið ámælisverð og röng. Umræða um dánaraðstoð er raunar ein sú áhugaverðasta sem samfélag getur farið út í. Þar koma saman heimspekilegar vangaveltur um líf, dauða, heilsu og frelsi. Inn í þær spinnast svo pælingar um réttindi og skyldur, sem og stórar spurningar um í hvernig samfélagi við viljum búa og hvernig löggjöf við getum sætt okkur við. En umræðan má ekki vera hvernig sem er. Þótt hún hafi styrkst undanfarna áratugi þá má gagnrýna í hvaða farvegi hún á það til að leita. Það er slæmt ef nauðsynlegt reynist að vinda ofan af henni öðru hvoru eftir að hún er komin í nokkurs konar öngstræti. Vissulega má fagna allri hvatningu til að ræða mikilvæg og stundum viðkvæm málefni en maður getur ekki gengist undir að umræðan megi byggjast á hvaða forsendum sem er. Umræðan getur ekki byggst á viðhorfs- eða skoðanakönnunum. Þær eru ekki góður áttaviti í málum af þessu tagi. Sjálfur tel ég mig vita meira um dánaraðstoð en margir sem ég þekki en þó hef ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að svara einfaldri spurningu um hvort ég sé hlynntur dánaraðstoð. Persónulega tel ég að hún geti komið til greina í vissum aðstæðum en um leið get ég fullyrt að ég hefði ekki stutt neitt þeirra lagafrumvarpa sem hafa lögleitt dánaraðstoð víða um heim. Viðhorfskannanir eiga við eftir að lagafrumvörp hafa komið fram og um efni þeirra. Smáatriðin varðandi útfærslur eru oft það sem mestu máli skiptir. Umræðan getur ekki eingöngu byggst á reynslusögum fólks. Það er alveg ótækt að láta áhrifamiklar en um leið erfiðar frásagnir leiða umræðu af þessu tagi. Slíkt er alltaf dæmt til að enda með nokkurs konar kapphlaupi milli slæmrar og góðrar reynslu. Það má svo sannarlega finna dæmi um hvoru tveggja í sambandi við dánaraðstoð. Frásagnirnar geta vissulega stutt röksemdir fólks sem vill taka þátt í rökræðum um dánaraðstoð en þegar umræðan er rekin áfram af slíkum sögum, og takmarkaður fókus er á ólík rök, hættir hún að vera upplýsandi. Umræðan má ekki fara fram eins og lögleiðing dánaraðstoðar kalli ekki á víðtækan stuðning lækna og sátt innan fagsins. Í umræðum er því jafnvel kastað fram að nóg sé að læknar geti persónulega neitað að veita dánaraðstoð því það þurfi ekki svo marga lækna til að sjá um að bregðast við eftirspurninni. Á Íslandi gætu jafnvel tveir eða þrír læknar annað þeim tæplega tuttugu tilvikum sem líkleg eru að koma upp á hverju ári. Þetta er ákaflega misráðin umræða að mínu mati. Það er ekki útilokað að viðhorf íslenskra lækna til dánaraðstoðar breytist í framtíðinni en það væri glapræði að ýta eftir slíkri viðhorfsbreytingu utan frá. Báðar útgáfur dánaraðstoðar kalla á eðlisbreytingu á starfi lækna. Slík breyting getur einungis komið innan frá. Umræðan má heldur ekki blossa upp við að einstakir þingmenn rjúka til að og leggja fram lagafrumvörp. Augljós ástæða hvers vegna slíkt gengur ekki er til dæmis sú að ekki er hægt að taka ákvörðun fyrir fagstétt um að hún gerbreyti hlutverki sínu. Þá er samfélag okkar einnig þannig uppbyggt að við höfum stofnanir og ráðuneyti sem eiga að vera leiðandi í stefnumótun í heilbrigðismálum. Það er ekki hægt að ganga einfaldlega fram hjá þeim við að lögfesta mál af þessari stærðargráðu og hugsa ekki heildstætt um hvaða áhrif slíkt myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Ef dánaraðstoð verður fest í lög á Íslandi í framtíðinni þá verður það að gerast eftir ígrundaða stefnumótun. Að lokum gengur ekki að umræðan byggist á þeirri grundvallarforsendu að um réttindi einstaklinga sé að ræða, eins og oft virðist vera málið þegar einstakir þingmenn vilja lögleiða dánaraðstoð. Þá er oft látið eins og um einhvers konar grundvallarmannréttindi sé að ræða. En þá er verið að rugla saman tvennum óskyldum hlutum. Það virðast sjálfsögð sannindi að hver maður hefur rétt á að deyja með reisn og færi betur á því að stjórnvöld víða um heim rifjuðu þau sannindi upp reglulega. En sá réttur er ekki sá sami og að einstaklingar hafi rétt til þess að aðrir einstaklingar aðstoði þá við að deyja eða að taka líf sitt. Ég fæ ekki séð að sá réttur sé yfirhöfuð raunverulegur. Tímaritið The Economist birti einmitt nýlega langa greiningu á því hvernig dánaraðstoð væri næsta skref í að tryggja einstaklingsfrelsi í bresku samfélagi. Ritstjórn tímaritsins virðist sannfærð um að í nafni frelsis geti ríkið lagt þá aukaskyldu á herðar heilbrigðisstarfsfólks að þjónusta og fullnusta beiðnir um dánaraðstoð. Það hefði farið betur á því að tímaritið hefði eytt þessum kröftum sínum í umræðu um erfiða stöðu og æpandi áskoranir breska heilbrigðiskerfisins fremur en eyða dálksentimetrunum í slíka umræðu. Mér kom til hugar umsögn sem barst til Alþingis frá Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND á Íslandi, vegna nýlegs lagafrumvarps um dánaraðstoð, þar sem hann segir að á „meðan ríki og sveitarfélög draga lappirnar við að aðstoða fólk við að lifa, þá vara ég við að opna á leið fyrir fólk að koma sér úr erfiðum skorti á umönnun með því að velja að deyja.“ Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Dánaraðstoð Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í kjölfar Pallborðsþáttar á Vísi fyrir nokkrum vikum hafa skoðanagreinar um dánaraðstoð ratað á miðilinn. Þar sem ég tók þátt í umræðunum í þættinum vil ég nota þetta tækifæri til að koma á framfæri nokkrum atriðum sem mér þykir nauðsynlegt að fái pláss í umræðu um þetta málefni. Dánaraðstoð er hugtak sem best fer á að nota sem nokkurs konar regnhlífarhugtak yfir tvenns konar athafnir læknis til að stytta líf sjúklings sem hefur ólæknandi, sársaukafullan sjúkdóm og lækning er ekki líkleg til að koma fram á næstunni: líknardráp og læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í sumum löndum er líknardráp leyft samkvæmt lögum en þá veitir læknir sjúklingi lyf sem leiðir til dauða sjúklingsins. Í öðrum löndum er læknir ekki beinn þátttakandi í því að taka líf sjúklingsins heldur skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn tekur sjálfur inn. Slík aðstoð er því nokkurs konar læknisaðstoð við sjálfsvíg. Í mörgum löndum hafa báðar leiðir verið færðar í lög og hefur sjúklingurinn því val. Á undanförnum árum hefur mér fundist umræðan á Íslandi mest snúist um að leyfa líknardráp þótt vissulega hafi einnig verið rætt um aðstoð lækna við sjálfsvíg. Umræða um dánaraðstoð er bæði eðlileg og góð. Hún er eðlileg þar sem framangreind form dánaraðstoðar eru til staðar í fjölmörgum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við hljótum að gera ráð fyrir því að löggjafi í þessum löndum telji sig hafa góðar ástæður fyrir slíkum lagabreytingum. Og hún er góð því hún hefur minnkað skaðlega og einhliða umfjöllun sem hefur stundum verið særandi. Það er til dæmis ekki til gagns að ræða um dánaraðstoð eins og hún sé einfaldlega siðferðilega ámælisverð, eins og lengi var gert. Bæði má finna til ágætis siðferðileg rök fyrir dánaraðstoð (sem í grunninn snýst ávallt um að minnka þjáningu) og svo geta það reynst hræðilega særandi skilaboð til aðstandenda sem hafa farið í gegnum langt sorgarferli að leiðin sem valin var hafi verið ámælisverð og röng. Umræða um dánaraðstoð er raunar ein sú áhugaverðasta sem samfélag getur farið út í. Þar koma saman heimspekilegar vangaveltur um líf, dauða, heilsu og frelsi. Inn í þær spinnast svo pælingar um réttindi og skyldur, sem og stórar spurningar um í hvernig samfélagi við viljum búa og hvernig löggjöf við getum sætt okkur við. En umræðan má ekki vera hvernig sem er. Þótt hún hafi styrkst undanfarna áratugi þá má gagnrýna í hvaða farvegi hún á það til að leita. Það er slæmt ef nauðsynlegt reynist að vinda ofan af henni öðru hvoru eftir að hún er komin í nokkurs konar öngstræti. Vissulega má fagna allri hvatningu til að ræða mikilvæg og stundum viðkvæm málefni en maður getur ekki gengist undir að umræðan megi byggjast á hvaða forsendum sem er. Umræðan getur ekki byggst á viðhorfs- eða skoðanakönnunum. Þær eru ekki góður áttaviti í málum af þessu tagi. Sjálfur tel ég mig vita meira um dánaraðstoð en margir sem ég þekki en þó hef ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að svara einfaldri spurningu um hvort ég sé hlynntur dánaraðstoð. Persónulega tel ég að hún geti komið til greina í vissum aðstæðum en um leið get ég fullyrt að ég hefði ekki stutt neitt þeirra lagafrumvarpa sem hafa lögleitt dánaraðstoð víða um heim. Viðhorfskannanir eiga við eftir að lagafrumvörp hafa komið fram og um efni þeirra. Smáatriðin varðandi útfærslur eru oft það sem mestu máli skiptir. Umræðan getur ekki eingöngu byggst á reynslusögum fólks. Það er alveg ótækt að láta áhrifamiklar en um leið erfiðar frásagnir leiða umræðu af þessu tagi. Slíkt er alltaf dæmt til að enda með nokkurs konar kapphlaupi milli slæmrar og góðrar reynslu. Það má svo sannarlega finna dæmi um hvoru tveggja í sambandi við dánaraðstoð. Frásagnirnar geta vissulega stutt röksemdir fólks sem vill taka þátt í rökræðum um dánaraðstoð en þegar umræðan er rekin áfram af slíkum sögum, og takmarkaður fókus er á ólík rök, hættir hún að vera upplýsandi. Umræðan má ekki fara fram eins og lögleiðing dánaraðstoðar kalli ekki á víðtækan stuðning lækna og sátt innan fagsins. Í umræðum er því jafnvel kastað fram að nóg sé að læknar geti persónulega neitað að veita dánaraðstoð því það þurfi ekki svo marga lækna til að sjá um að bregðast við eftirspurninni. Á Íslandi gætu jafnvel tveir eða þrír læknar annað þeim tæplega tuttugu tilvikum sem líkleg eru að koma upp á hverju ári. Þetta er ákaflega misráðin umræða að mínu mati. Það er ekki útilokað að viðhorf íslenskra lækna til dánaraðstoðar breytist í framtíðinni en það væri glapræði að ýta eftir slíkri viðhorfsbreytingu utan frá. Báðar útgáfur dánaraðstoðar kalla á eðlisbreytingu á starfi lækna. Slík breyting getur einungis komið innan frá. Umræðan má heldur ekki blossa upp við að einstakir þingmenn rjúka til að og leggja fram lagafrumvörp. Augljós ástæða hvers vegna slíkt gengur ekki er til dæmis sú að ekki er hægt að taka ákvörðun fyrir fagstétt um að hún gerbreyti hlutverki sínu. Þá er samfélag okkar einnig þannig uppbyggt að við höfum stofnanir og ráðuneyti sem eiga að vera leiðandi í stefnumótun í heilbrigðismálum. Það er ekki hægt að ganga einfaldlega fram hjá þeim við að lögfesta mál af þessari stærðargráðu og hugsa ekki heildstætt um hvaða áhrif slíkt myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Ef dánaraðstoð verður fest í lög á Íslandi í framtíðinni þá verður það að gerast eftir ígrundaða stefnumótun. Að lokum gengur ekki að umræðan byggist á þeirri grundvallarforsendu að um réttindi einstaklinga sé að ræða, eins og oft virðist vera málið þegar einstakir þingmenn vilja lögleiða dánaraðstoð. Þá er oft látið eins og um einhvers konar grundvallarmannréttindi sé að ræða. En þá er verið að rugla saman tvennum óskyldum hlutum. Það virðast sjálfsögð sannindi að hver maður hefur rétt á að deyja með reisn og færi betur á því að stjórnvöld víða um heim rifjuðu þau sannindi upp reglulega. En sá réttur er ekki sá sami og að einstaklingar hafi rétt til þess að aðrir einstaklingar aðstoði þá við að deyja eða að taka líf sitt. Ég fæ ekki séð að sá réttur sé yfirhöfuð raunverulegur. Tímaritið The Economist birti einmitt nýlega langa greiningu á því hvernig dánaraðstoð væri næsta skref í að tryggja einstaklingsfrelsi í bresku samfélagi. Ritstjórn tímaritsins virðist sannfærð um að í nafni frelsis geti ríkið lagt þá aukaskyldu á herðar heilbrigðisstarfsfólks að þjónusta og fullnusta beiðnir um dánaraðstoð. Það hefði farið betur á því að tímaritið hefði eytt þessum kröftum sínum í umræðu um erfiða stöðu og æpandi áskoranir breska heilbrigðiskerfisins fremur en eyða dálksentimetrunum í slíka umræðu. Mér kom til hugar umsögn sem barst til Alþingis frá Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND á Íslandi, vegna nýlegs lagafrumvarps um dánaraðstoð, þar sem hann segir að á „meðan ríki og sveitarfélög draga lappirnar við að aðstoða fólk við að lifa, þá vara ég við að opna á leið fyrir fólk að koma sér úr erfiðum skorti á umönnun með því að velja að deyja.“ Höfundur er heimspekingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun