Sport

Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Elísabet Margeirsdóttir afhenti Mari bikarinn að keppni lokinni.
Elísabet Margeirsdóttir afhenti Mari bikarinn að keppni lokinni. Stöð 2

Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp.

Næst á eftir Mari var Elísa Kristinsdóttir. Mari og Elísu voru báðum afhent verðlaun og viðurkenning í kvöld. Hægt er að horfa á verðlaunaafhendinguna hér að neðan.

„Þið eruð rosalegar fyrirmyndir allra, karla, kvenna, um allan heim,“ sagði Elísabet Margeirsdóttir hlaupari eftir að hún afhenti þeim verðlaunin.

Mari hljóp 57 hringi og yfir 380 kílómetra og sigraði hlaupið eftir að Elísa Kristinsdóttir skilaði sér ekki í mark á 57. hring.

Þau Mari, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu í dag. Þá höfðu þau hlaupið 51 hring, 341,7 kílómetra, frá því á laugardagsmorgun.

Mari og Elísa sátu báðar í verðlaunaathöfninni. Stöð 2

Tengdar fréttir

Þor­leifur horfði á Ís­lands­met sitt falla: „Kom á ó­vart“

Ís­lands­metið í Bak­garðs­hlaupum var slegið í dag og hefur verið marg­bætt eftir því sem líður á daginn nú þegar að tveir hlauparar standa eftir. Mari Jaersk og Elísa Kristins­dóttir. Þor­leifur Þor­leifs­son, sem var hand­hafi Ís­lands­metsins fyrir daginn í dag, gleðst með kollegum sínum en segir það jafn­framt koma sér á ó­vart ó­vænt að metið hafi verið slegið í dag.

Myndaveisla: Mari og Guðni féllust í faðma á ögurstundu

Tilfinningarnar voru allsráðandi þegar ofurhlaupararnir Mari Jaersk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í hádeginu. Þá höfðu þau hlaupið 51 hring, 341,7 kílómetra, frá því á laugardagsmorgun.

„Þetta er ekki fyrir hvern sem er“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað.

Slógu Íslandsmetið saman

Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×