„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir fara yfir málin Vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. „Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira